Á laugardag var kynning og kennsla á slökkvibifreið

Á laugardag var kynning og kennsla á slökkvibifreið Borgarbyggðar en bifreiðin er nú fullbúin. Öllum búnaði hefur verið haganlega fyrir komið eins og sjá má á myndunum.
Bifreiðin er vel útbúin en lesa má allar upplýsingar um gerð og búnað bifreiðarinnar bæði lausan og fastan hér.

Eins og sjá má eru skápar vel nýttir og búnað haganlega komið fyrir. Mikið er til af búnaði og t.d. er í þessari bifreið Borgarbyggðar nýjasta settið þeirra af Holmatro klippum og björgunarbúnaði en sams konar sett eru á Akranesi og Hvammstanga. Res-Q-Jack burðarstoðir eru í sama skáp og Holmatro.

Borgarbyggð hefur farið í litgreiningu og valdi að taka bláar 3" brunaslöngur til aðgreiningar frá 2 1/2" brunaslöngunum en fleiri og fleiri taka þessa aðgreiningu upp.

Helstu úðastútar eru Protek 366 úðastútar sem skila 475 l/mín og eru nokkur froðurör á þá.

Í bifreiðinni er Rosenbauer Otter laus brunadæla og er henni komið fyrir í afasta hliðarskáp hægra megin. Tveir Ramfan reykblásarar en annar er rafdrifinn eru í fremsta skáp.

Margt, margt fleira má nefna en það kemur fram í upplýsingum sem bent er á hér að ofan. Þetta er glæsileg bifreið og einstaklega vel útbúin. Til hamingju.