Á laugardagsmorgun var formleg afhending á slökkvibifreið í Þorlákshöfn

Á leið að austan sá ég þrjár rútur á leið inn í Þorlákshöfn og hugsaði mér með getur það verið að það verði svona fjölmennt við afhendinguna. Flotinn fyrir utan Ráðhúsið

Ég styrktist í hugsun minni þegar allar rúturnar renndu upp að glæsilegu ráðhúsi Ölfussinga þar sem ég fyrir réttu ári skrifaði undir saminginn um kaupin á slökkvibifreiðinni. Þegar ég gekk inn kom í ljós að margir voru komnir en þessar þrjár rútur voru að ferja bókasafnsfræðinga og allt kvenmenn sem voru að fara í kaffisopa i annan sal í húsinu.



Handarbandið og lyklaafhending. Ólafur Áki bæjarstjóriÁ móti mér tóku slökkviliðsmenn og slökkviliðsstjórinn Guðni Ágústsson og rétti mér lyklanana sem ég átti að afhenda Ólafi Áka bæjarstjóra í kaffisamsætinu á eftir.  Skömmu seinna kom til mín Snorri Baldursson slökkviliðsstjóri í Hveragerði og varaslökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu (hann er sá eini sem ég veit um sem er bæði slökkviliðsstjóri og varaslökkviliðsstjóri í stitthvoru bæjarfélaginu) og sagðist hafa fengið góðar móttökur en hann rataði inn þar sem bókasafnsfræðingarnir voru, var þar fagnað og kysstur og knúsaður að eigin sögn og boðinn velkominn í hópinn. Jæja sínum augum lítur hver á silfrið.

Brunamála-, bæjar-, slökkviliðs- og framkvæmdastjóri :)
Ólafur Áki bæjarstjóri hélt stutta tölu bauð alla velkomna og sagði m.a. þetta hátíðisdag og að vonum þyrfti aldrei að brúka slökkvibifreiðina til slökkvistarfa og það væri nú svo að við kaup á nýjum búnaði væri alltaf verið að reikna út nýtingu og þess háttar en þegar slík tæki sem slökkvibifreið væri keypt væri ekki um slíkan útreikning. Við þökkum Ólafi Áka góð orð í okkar garð.



Búið er að gera bifreiðina tilbúna í útkall
Eftir kaffisopann afhenti ég lyklana sem Guðni hafði verið svo forsjáll að láta mig hafa þegar ég kom en venjulega hef ég afhent húslyklana mína eða bíllyklana svo allt gæti farið vel fram. Hélt stutta tölu um bifreiðina og þær þrjár bifreiðar sem við höfum afhent á árinu af svipaðri gerð og óskaði Ölfussingum til hamingju og það væri von og ósk okkar að bfreiðin reyndist þeim vel og þyrfti bara nota til æfinga annað ekki.



Allir í röð ef þeir vilja sprauta

Brunamálastjóri Björn Karlsson hélt einnig stutta tölu og lauk lofsorði á hvað vel sveitarfélagið stæði að slökkvi og björgunarmálum með kaupum á slíkri bifreið og nauðsyn þess að geta sinnt þeim málum af alvöru. Eftir það var farið út myndir teknar af lyklamóttöku, handaböndum og af bifreiðunum.




Slökkviliðsmaður framtíðarinnar ??

Allur flotinn var fyrir utan og var nýja bifreiðin sett í gang og blá ljós og sírenur vældu. Dæla sett í gang og rafstöð og ljósamastur upp. Háþrýstislanga dregin út og yngsta kynslóðin fékk að sprauta og sprauta. Þrjár kynslóðir á stútnum







Þar mátti m.a. sjá þrjár kynslóðir á stútnum.

Sjá myndir.