Eins og við minntumst á þá fengum við heimsókn frá Weenas í síðustu viku. Okkur langar til að leyfa ykkur að sjá myndband
sem okkur áskotnaðist en þar er verið að fást við kirkjubruna í Svíþjóð.
Eftir að hafa séð svona mynd þá er það efst í huga að í starfi okkar og daglegu lífi eigum við alltaf að búast vð
hinu óvænta. Við þessi venjulegu setjum á okkur bílbeltin og búum vel og rétt um barnið í bílnum ofl. Þau sem vinna
hættuleg störf klæða sig rétt, setja á sig hjálminn, hanska, hlífar ofl. sem þörf er á vegna þess að búast
má við hinu óvænta.
Slökkviliðsmaðurinn í körfunni gerði ráð fyrir því þegar hann fyrir útkallið klæddist
Weenas
Sportwool bolnum undir og
Weenas Kelvar Pbi eldgallanum sínum. Hann setti svo á sig tilheyrandi reykhettu, reykköfunartæki og
maska.
Hann mætti ásamt félögum sínum til vinnu á stöðinni daginn eftir.
Myndbandið.
Við munum á næstunni kynna fyrir ykkur
Weenas fatnaðinn fyrir slökkvliðs- og sjúkraflutningamenn en þó nokkur
slökkvilið nota Kelvar Pbi gallana í dag.
Við erum með sýnishorn af einkennis- og undirfatnaði hjá okkur og væntanlegt er meira til að leyfa þeim sem áhuga hafa á að
prófa.
Sportwool er efni sem er m.a. Merinoull sem heldur viðkomandi þurrum og hita við ýmsar aðstæður. Polyester tryggir góða endingu og að litur
haldist. Langur líftími. Vefnaðurinn er gerður með það í huga að flytja raka frá líkamanum til ysta fatnaðar og hindrar að
fötin límist við viðkomandi. Rakaeiginleikar Merinoullar eru sex sinnum öflugri en í Polyester. Í Merinoull kviknar fyrst í
við 600 °C.
Bæklingur yfir Sportwool fatnað.