Akron Brass voru með þó nokkrar nýjungar á sýningunni

RAUÐI HANINN 2005

Akron Brass voru með þó nokkrar nýjungar á sýningunni. Þeir framleiða úðastúta, úðabyssur, loka og ýmislegt annað en eiga jafnframt önnur fyrirtæki sem framleiða ýmsan annan búnað fyrir slökkvilið og björgunarsveitir eins og ljóskastara, verkfæri, axir, krókstjaka ofl.

Ein nýjungin sem vakti mikla athygli var Zero Torque sem er viðbót á allar gerðir úðastúta 1 1/2" og stærri eins og Turbojet, SAberjet eða Assault til að lengja stútinn og gera hann þægilegri til notkunar. Auðvelt er að halda stút fyrir framan sig og hafa góða stjórn á honum. Álag ekki eins mikið.  Sjá bækling.

 

Hér má sjá Zero Torque á Saberjet úðastút

   

Skoðið frekari upplýsingar á heimasíðu Akron Brass sem er mjög aðgengileg og með miklum upplýsingum um allar þeirra vörur.

   

Heimasíðan er einstaklega vel útfærð með myndum, vídeómyndum, varahlutalistum og leiðbeiningum um notkun og viðgerðir. Við erum að vinna í að gera upplýsingar aðgengilegri á síðunni okkar um Akron úðastúta og byssur.

 

   

Hér er á ferðinni Paul Brebner en hann er sá aðili hjá Akron Brass sem við eigum aðallega samskipti við hann er einstaklega fær í sínu fagi og mjög gott að leggja fyrir hann ýmir mál til úrlausnar.
   
Hann var okkur m.a. innan handar við tilboðagerð vegna hugmynda um breytingar á slökkvibifreið sem er á Þórshöfn en hér sjást slökkviliðsstjórar þaðan skoða fjarstýrða úðabyssu sem skilað getur allt að 1.900 l/mín.
   
               Hér sést betur stýrihandfang og rafstýrður 2" loki að úðabyssunni.