Ámundi slstj. afhendir slökkvitæki

Eldur kom upp í íbúðarhúsi Jóns Salmannssonar og Helgu Hermannsdóttur við Hvanneyrarbraut 59 á Siglufirði 9. febrúar síðastliðinn. Fólkið var í fastasvefni og vaknaði upp við reykskynjara. Ljóst er að það bjargaði heimilisfólkinu.

Eldur kom upp í íbúðarhúsi Jóns Salmannssonar og Helgu Hermannsdóttur við Hvanneyrarbraut 59 á Siglufirði 9. febrúar síðastliðinn. Fólkið var í fastasvefni og vaknaði upp við reykskynjara. Ljóst er að það bjargaði heimilisfólkinu.

Viðurkenndi húsráðandi að slökkvitæki hefði vantað í húsið, sem hefði komið að góðum notum við þann eld sem þar var.

Ólafur Gíslason & Co hf. Eldvarnarmiðstöðin brást skjótt við og óskaði eftir því við slökkviliðsstjórann í Fjallabyggð Ámunda Gunnarsson að hann afhenti fjölskyldunni slökkvitæki þeim að kostnaðarlausu.

Athöfnin fór fram á slökkviliðsstöðinni á Siglufirði föstudaginn 24. febrúar kl. 17:30.

Smellið á myndina en þá farið þið inn á vef siglo.is þaðan sem fréttin er komin.

Frá afhendingunni Ámundi slstj. ásamt fjölskyldunniVið þökkum siglo.is (GJS) fyrir myndir og fréttina og Ámunda slökkvistjóra fyrir ahendinguna.

......Slökkvitæki, slökkvitækjaþjónusta, reykskynjarar, eldvarnateppi, brunaslönguhjól, gaskynjarar, kolsýrlingsskynjarar, fellistigar, keðjustigar, lyfjaskápar, neyðarljós, neyðarmerki......