Brunavarna- og björgunarhátíð

Laugardaginn 10. september n.k.  standa slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu fyrir sýningu á  björgunarbúnaði og meðferð á honum á tveimur stöðum í Bláskógabyggð
Allir sem áhuga hafa eru boðnir velkomnir að:

Laugarvatni milli kl. 10:00 og 12:00 (Við Menntaskólann)

 
Aratungu milli kl. 14:00 og 16:00 (Við björgunarsv.hús)

 

Tilefnið er að fagna komu tveggja nýrra slökkvibíla í sveitarfélagið og 30 ára afmælis BÁ.          Aðilar sýningarinnar eru:    Slökkviliðið, björgunarsveitir og lögreglan.

Starfsmenn þessara björgunaraðila verða með öfluga sýningu á staðnum. Allur búnaður slökkviliðsins verður sýndur sem og búnaður björgunarsveitar,  lögreglan sýnir sjúkrabíl. 

Það sem gert verður er m.a;  bílar klipptir, búið verður um “slasaða”,  fólki bjargað af húsþaki, vatnsveggur myndaður og margt fleira.

Kvennfélagskonur verða með heitt á könnunni og meðlæti verður við hendina.

 

Allir velkomnir,

!!!! Kveðja, slökkviliðs- lögreglu- og björgunarsveitamenn,  !!!!