Eins og fram kom hér í frétt var haldin Brunavarna og björgunarhátíð bæði á Laugarvatni og
í Aratungu á laugardaginn var. Undirritaður komst ekki vegna smíðamennsku nema í Aratungu og var þar ánægður og stoltur áhorfandi
á sýningunni sem þar fór fram.
Dagskráin var þannig samsett að fyrst var sýnd klippuvinnu þ.e. klippt var lítil
fólksbifreið en til þess voru notaðar klippur, glennur og tilheyrandi búnaður sem er í einni af slökkvibifreiðunum sem staðsett er á
Selfossi. Sá sem talaði mest þarna talaði um þörf á slíkum búnaði í þær bifreiðar sem nú eru komnar á
Laugarvatn og í Aratungu þar sem umferðin eykst stöðugt á þessu svæði og þörfin á skjótu viðbragði
mikil.
Hér eru menn við klippivinnu með Holmatro klippubúnaði
|
|
|
Hér sjáum við slökkvistjóra Brunavarna Árnessýslu en það var hann sem talaði og
skýrði verk sinna manna. Hann var í því að tala. M.a. sagði hann tilkomu þessara nýju slökkvibifreiða hafa dregið dilk á eftir
sér þar sem nú hefðu fjögur önnur sveitarfélög pantað slíkar bifreiðar en það væru Ísafjarðarbær,
Fjarðarbyggð, Þorlákshöfn og Sauðárkrókur. |
|
Sýnd var björgun af húsþaki í samvinnu við björgunarsveitirnar með körfubifreið Brunavarna Árnessýslu. Körfubifreiðin er
frá Simone Snorkel og kemur frá Slökkviliðinu í Stavanger innflutt af Ólafi Gíslasyni og Co hf. Lögreglan sýndi sjúkrabifreiðina
á myndinni.
|
|
Það var erfitt að ná mynd af öllum bifreiðum B.Á. í einu en það tókst. Aðra hverja bifreið höfum við selt til
B.Á.
|
|
Tankbifreiðarnar sem voru þrjár á svæðinu voru notaðar til að fylla í vatnslaug sem tekur að mig minnir um 6 m3. Hér er
aðstoðarslökkvistjórinn sem talaði ekki að aðstoða við losun. Hann þekkir það starf mjög vel m.a. við hinar verstu
aðstæður.
|
|
Síðan var myndaður vatnsveggur með dælingu um tvær slöngur úr slökkvibifreiðinni sem staðsett verður í Aratungu.
|
|
Það var staðið frábærlega að þessari sýningu og það gaf manni mikla og góða
öryggiskennd að vita að slíkum flota og mannskap sem til hjálpar kemur ef vá eða voða ber að höndum. Við sumarhúsafólkið erum
oft dugleg að gagnrýna þegar við stöndum með gluggaumslögin í höndunum og spurjum út í loftið hvað erum við nú að
fá í staðinn. Þarna fengust svör við því.
Kvenfélagskonunum þökkum við hjónin fyrir kaffi og rausnarlegt meðlæti.
Benedikt Einar Gunnarsson
|