Seint á síðasta ári fékk góður viðskiptavinur okkar Holmatro sett en fyrir er hann með nokkur sett.
Í settunum voru klippur af gerðinni CU4055C NTCII, glennur af gerðinni SP4280C, tjakkur af gerðinni TR4350C, Minni klippur af gerðinni CU4007, tvær dælur af gerðinni PPU 15C, tvær 10 m. Core 10U slöngur og svo sílsaklossi af nýju gerðinni HRS22 NCT
Allur búnaður er af Core gerðinni og NTC (New Car technology). Í 4000 gerðinni er hröðunarloki sem flýtir lokun og opnun þegar ekki er álag á tækjunum um 65%. Í handföng eru komin tvö öflug díóðuljós sem lýsa við vinnu. Svo kallaður "I bolti" er kominn í nýjar gerðir af klippum og sambyggð tæki (klippur og glennur), en hann er fyrirferðaminni og herðir eingöngu saman hnífana en ekki tjakkarmana.
|
Klippurnar eru af CU4055 C NCT II gerð en það er allra öflugasta klippugerðin sem klippir með 103,8 tonna afli og opnast í 202 mm. Vegur aðeins 19,6 kg. |
Glennur eru af SP4240C gerð en þær opnast um 686mm með 21 tonna afli við brún en 25mm neðan við brún með 7,4 tonna afli. Lokunaraflið er 6,6 tonn. Vegur aðeins 18,1 kg. |
|
|
Holmatro CU 4007C Klippur litlar og auðveldar að koma við þar sem rými er lítið, en þær klippa með 22.4 tonna afli. Þyngd er 3.8 kg. Stærð 377 x 72 x 131 mm. Blaðopnun 55 mm. Vinnuþrýstingur 720 bar. |
Tjakkur er af TR4350C gerð en opnunarafl hans á fyrsta strokk er 22,1 tonn en á öðrum strokk 8,3 tonn. Sá fyrsti fer út um 388mm, en sá seinni 354mm svo heildarlengd er 742mm. Heildarlengdin á tjakk og strokkum er 1275mm og í upphafsstöðu er hann 533mm. Vegur aðeins 17,4 kg. |
|
|
Dælurnar tvær eru af PPUC gerð, en við hverja má tengja eitt tæki. Vega hvor um sig aðeins 14,2 kg. tilbúnar til notkunar. Þær eru tveggja þrepa 0-190bar og seinna þrepið 190 til 720 bar. 4 gengis vél 2,5 hestöfl. Hávaðamörk 83 dB (A) í 1s m. fjarlægð. |
Í settinu voru svo slöngu 10 m. af 10U gerð og svo HRS Silsaklossi.
Til hamingju Brunavarnir Árnessýslu.
.....Slökkvitæki, slökkvitækjaþjónusta, reykskynjarar, eldvarnateppi, brunaslönguhjól, gaskynjarar, kolsýrlingsskynjarar, fellistigar, keðjustigar, lyfjaskápar, neyðarljós, neyðarmerki.....
.