Fyrsta sendingin af DNA Safety hjálmunum barst okkur fyrri viku og fór hluti þeirrar sendingar til Brunavarna Vestur Húnvetninga á Hvammstanga.
DNA Safety First hjálmar eru aðallega af tveimur gerðum. Sú gerð sem er fyrir slökkvilið nefnist MOBY en hin gerðin fyrir björgunarsveitir og
annað hjálparlið við björgunar og slökkvistörf nefnist HELMA. MOBY skiptist svo í þrjár gerðir þ.e gerð með
hlífðargleri, gerð með hlífðargleri og gleraugum og svo gerð með gulllituðu hlífðargleri og gleraugum. Við stefnum á að vera
með á lager gerð 2 þ.e. með hlífðargleri og gleraugum. HELMA skiptist í tvær gerðir þ.e með hlífðargleri og svo gullituðu
hlífðargleri. Með hjálmunum sem eru í hlífðarpokum er skrúfjárn og fylgihlutir til að setja Peli ljós á þá.
Hjálmarnir eru gerðir úr trefjaplastþráðum m.a. úr Kevlar.
|
DNA Safety First MOBY hjálmar
Vnr. 330100 hjálmur m/hlífðargleri
Vnr. 330102 hjálmur m/hlífðargleri og
gleraugum
Hlífðarhjálmur sem uppfyllir staðal EN443:2008 auk þess sem hlífðargler og gleraugu uppfylla EN14458:2004. Höfuðband er stillt með
hnappi utaná hjálminum, Standard stærðarsvið er 52 til 60 sm en hægt er að fá Extra Large stærð sem er 52 til 64 sm. Innri stillingar
á hæð og fjarlægð frá öryggisgleri. Öryggisglerið er húðað með rispuvörn að utanverðu og móðuvörn
að innan. Slökun er á hökubandi. Hjálmurinn vegur aðeins 1300gr.. Hitaþol: Samkvæmt staðli 90°C/15mín. og í kjölfarið
leiftur logar 950°C +/-50°C.
Aukahlutir: Hnakkahlífar þrjár gerðir, ólar f.maska ofl.
Litir: Gulur, rauður, blár, svartur, hvítur, appelsínugulur, grænn, sjálflýsandi og krómaður.
|
.....Slökkvitæki, slökkvitækjaþjónusta, reykskynjarar, eldvarnateppi, brunaslönguhjól, gaskynjarar, kolsýrlingsskynjarar,
fellistigar, keðjustigar, lyfjaskápar, neyðarljós, neyðarmerki.....