Bruninn í Hringrás.

Svona örstutt til þess m.a. að hrósa þeim búnaði sem við höfum flutt inn og selt en í þessum bruna þá komu að tvær slökkvibifreiðar Flugmálastjórnar af Rosenbauer gerð sem eru staðsettar á Reykjavíkurflugvelli. Sjá frétt á heimasíðu Flugmálastjórnar www.flugmalastjorn.is

Önnur bifreiðin er öflugasta slökkvibifreið Íslendinga með Rosenbauer 4.000 l. dælu, 7.900 l. vatnstank og 790 l. froðutank. Úðabyssur eru tvær önnur afkastar 6.000 l/mín en hinn um 1.000 l/mín. Hin bifreiðin er með 6.100 l. vatntstank og 610 l. froðutank, Rosenbauer dælan skilar 3.000 l./mín og úðabyssa á þaki skilar um 2.500 l/mín. Fyrsta bifreiðin á vettvang var Rosenbauer bifreiðin sem SHS fékk fyrir nokkrum árum með 3.000 l/mín Rosenbauer dælu og 2.000 l. af vatni.

Við sjóinn var komið fyrir Hale- Godiva GD 2600 dælu díeseldrifinni sem skilaði um 3.000 l/mín sem Reykjavíkurhöfn fékk fyrir nokkrum árum . Hún skilaði um þ.riðjungi af því vatnsmagni sem kom frá þeim stað en herskipið skilaði um 6.000 l/mín. Eins var notaður svokallaður slöngugámur en hann var byggður hjá Rosenbauer AS í Noregi.

Vatn og sjór fór svo um Guardman brunaslöngur á brunastað.

Ekki má gleyma að búnaðurinn er einskis nýtur nema með hann fari vel þjálfaður, vel klæddur og vel varinn mannskapur.