Búnaður í slökkvibifreið Borgarbyggðar

Við erum þessa dagana að safna saman búnaði frá ýmsum birgjum í slökkvibifreið Borgarbyggðar en hún verður vel búin af nýjum búnaði. Vegna veðurs þurfum við að bíða fram í næstu viku með loka kennslu í notkun bifreiðarinnar.
Í bifreiðinni verður ný Rosenbauer Otter slökkvidæla með 3" 3ja m. sogbörkum ásamt sigti m/loka og vírsigti.

EV-420 Ramfan yfirþrýstingsblásari með stiglausri stýringu sem flytur 18.000 m3/klst. Twinsaw CDC2530-310 tvíblaða björgunarsög sem sagar 100mm..

Vatnslaug af gerðinni Fol-da-tank 9.500 l. með aftöppun um Storz 4" loka og undirbreiðu og í hlífðarpoka. Laugin verður merkt Slökkviliði Borgarbyggðar.

400 m. af Gurdsman bláar 3" slöngur m/ á víruðum Storz tengjum og í 20 m. slöngurúllum. Protek 366 475 l/mín úðastútar með stillanlegu magni og eins froðurör á þá stúta.

A-BB Safnstykki og B75 3" vatnsveggur, A/B og B/C minnkanir ásamt tengjum með BSP og NST gengjum fyrir brunahana. ABC og BC lyklar á Storz tengin.

Nite RC500K hlaðanleg leitarljós og Peli 2610 höfuðljós. Towalex MB15 3% fer á froðutankinn en þetta er algengasta froðan.

Eins og sjá má á ofansögðu þá er og verður þetta vel útbúin slökkvibifreið.