Við erum að fá um miðjan júní ýmsan búnað á nokkuð góðu verði til að fást við kjarr og skógarelda.
Takmarkað magn er um að ræða en auðvelt er að nálgast meira ef þörf verður á.
Í stuttu máli er hér um að ræða léttar brunadælur, keðjusagir, öfluga blásara (nýjung) og rafstöðvar. Vélarnar
í þessum búnaði eru framleiddar af Linhai Products en þeir eru m.a. í samvinnu við framleiðanda Yamaha vélhjóla.
Sú auking sem orðið hefur í skógrækt þ.e. nytjaskógarrækt hérlendis kallar á aukinn búnað slökkviliða og vildum
við því auka úrval okkar með búnaði sem þessum . Við erum sem áður með ýmsan annan búnað í kjarr og
skógarelda.
|
Brunadæla af gerðinni JBQ 4.8/8.8.
Vnr. 374330
Létt eða um 55 kg. Loftkæld, fjögurra strokka 13 hestafla vél. Magnettu kveikja (Handstart).
Afköst 584 l/mín. Hámarksþrýstingur 5 bör. Hámarkssoghæð 7m. Uppsog 7 sek úr 7 m. hæð.
Úttak 65mm og inntak einnig af sömu stærð.
Stærð 620x590x525mm.
Áætlað verð miðað við gengi gjaldmiðla í dag kr. 223.100 án VSK. til slökkviliða.
|
Rafstöð af gerðinni SPG2700.
Vnr. 374335
Vélargerð SPE175.Hámarksafköst 2000W/50Hz. Handstart, eins fasa. Stærð eldsneytistanks 12 l.
Þyngd 41,5 kg. Stærð 516x416x425mm.
Áætlað verð miðað við gengi gjaldmiðla í dag kr. 57.110 án VSK. til slökkviliða
|
|
|
Stóriblásarinn 6MF-30.
Vnr. 374345
Þessi búnaður er nýjung hérlendis að við teljum. Alla vega höfum við ekki heyrt af honum og það vantar heiti á hann. Enska heitið
er Wind Extingiusher.
Vélarstærð er 6 hestöfl og handstart. Þyngdin er 9,5 kg, Stærð 1040x310x410mm. Afköst er 30m/sek í 2,5 m. fjarlægð.
Áætlað verð miðað við gengi gjaldmiðla í dag kr. 47.005 án VSK. til slökkviliða.
|
Keðjusög YD-65
Vnr. 374340
Tveggja strokka vél, loftkæld. Vélarstærð 78,5ml. 3,4 kW við 9000 sn/mín.
Þyngd 7,5 kg. Stærð 915x240x300mm.
Áætlað verð miðað við gengi gjaldmiðla í dag kr. 60.869 án VSK. til slökkviliða.
|
|