Calisia Vulkan hjálmar í endurskinslit


Nú er Calisia Vulkan hlífðarhjálmurinn fáanlegur í endurskinslit. Sem komið er er aðeins í boði einn litur. Við höfum fengið nokkrar fyrirspurnir um hvort Calisia Vulkan hjálmurinn fáist með endurskinslit og nú er það í boði, einn litur eins og flestir framleiðendur bjóða. Mögulega verða fleiri litir í boði. Hafið samband á oger@oger.is .

Í þessari frétt viljum við líka vekja athygli á að Calsia hjálmarnir eru með maskafestingar. Margir framleiðendur reykköfunartækja eru ekki komnir með maskafestingar á allar gerir hjálma. Viðurkenna þarf hverja gerð af festingu.

Það er því atriði að menn gangi úr skugga um þegar þeir festa kaup á hjálmum að hjálmarnir séu viðurkenndir fyrir þá gerð af möskum sem slökkviliðið notar.

Calisia Vulkan Sjálflýsandi hjálmur

 


Calisia Vulcan CV 102 hjálmar m/hlífðargleri og gleraugum:
Hlífðarhjálmur sem uppfyllir staðal EN443:2008. Höfuðband er stillt með hnappi innan í hjálminum, Stærðarsvið er 54 til 62 sm. og aðeins ein stærð. Eins fáanlegt 51 til 65 sm. Innri stillingar á hæð og fjarlægð frá öryggisgleri. Öryggisglerið er húðað með rispuvörn að utanverðu og móðuvörn að innan. Efna og hitavörn. Slökun er á hökubandi (Nomex). Hnakkahlíf, festing fyrir maska og með fylgir svartur geymslupoki. Hjálmurinn vegur aðeins 1570gr.. Hitaþol: Samkvæmt staðli 90°C/15mín. og í kjölfarið leiftur logar 950°C +/-50°C.

Aukahlutir: Ólar f.maska, festingar fyrir ljós og stilling á gleraugum. Litir: Endurskinslitur, gulur, rauður, blár, svartur, hvítur, appelsínugulur, grænn, sjálflýsandi og krómaður.

Calisia Vulkan CV 102 bæklingur - bæklingur