Calisia hlífðarhjálmar fyrir slökkviliðin


Við hófum innflutning á Calsia hlífðarhjálmum fyrir slökkviliðsmenn árið 2010. Hjálmarnir hafa fengið góðar viðtökur. Aðallega höfum við selt þrjár gerðir.

Hér eru allar upplýsingar um þessar þrjár gerðir

Þessar gerðir eru Calisia AK06/10 sem eru hjálmar með hlífðargleri, Calisia AK10 sem eru hjálmar með hlífðargleri og gleraugum og svo þann allra nýjasta Calisia Vulkan en það er hjálmur með hlífaðrgleri og gleraugum.

Myndband sem sýnir framleiðsluna

Calisia Vulkan hefur alfarið tekið við af öðrum gerðum en framleiðsla hans er mun einfamdari. Um einsþátta efni er að ræða og hjálmurinn þrykktur og svo litaður. Hann léttist aðeins. Við eigum ljósafestingar fyrir ýmsar gerðir ljósa. Hjálmurinn er nokkuð víður og stöðugur á kollinum. 15 slökkvilið hérlendis og 4 aðilar að auki þ.e skipafélög og verksmiðjur hafa valið Calisia hjálmana.

Ný gerð af björgunarsveitarhjálmi Calisia Tytan er líka kominn hingað. Sú gerð hentar mjöfg vel, sjúkraflutningamönnum og hafa nokkrir slíkir verið seldir. Tiltölulega ódýrir hjálmar.

Calisia Vulcan CV102 hlífðarhjálmur Calisia Vulcan CV102 hlífðarhjálmur
Calisia Tytan Hot hlífðarhjálmur Calisia Tytan Hot hlífðarhjálmur


Calisia Vulcan CV 102 hjálmar m/hlífðargleri og gleraugum:
Hlífðarhjálmur sem uppfyllir staðal EN443:2008. Höfuðband er stillt með hnappi innan í hjálminum, Stærðarsvið er 54 til 62 sm. og aðeins ein stærð. Eins fáanlegt 51 til 65 sm. Innri stillingar á hæð og fjarlægð frá öryggisgleri. Öryggisglerið er húðað með rispuvörn að utanverðu og móðuvörn að innan. Efna og hitavörn. Slökun er á hökubandi (Nomex). Hjálmurinn vegur aðeins 1570gr.. Hitaþol: Samkvæmt staðli 90°C/15mín. og í kjölfarið leiftur logar 950°C +/-50°C.

Aukahlutir: Hnakkahlíf, ólar f.maska, festingar fyrir ljós og stilling á gleraugum.Litir: Gulur, rauður, blár, svartur, hvítur, appelsínugulur, grænn, sjálflýsandi og krómaður.

Calisia Tytan Hot 101 hjálmar:
Uppfyllir EN397:1995 (öryggishjálmur), EN12492:2000 (Klifurhjálmur), EN442:1997 (slökkvilið - logavörn), EN443:2008 (efnavörn). Fyrir höfuðstærð 52 - 66 sm og vegur 675gr. eftir því hvaða útfærsla er valin. Með loftræstiraufum. Hjálmar þessir eru m.a. fyrir björgunarsveitir, slökkvilið, ýmsan iðnað og frístundahópa svo sem í hellaskoðun eða klettaklifur.

Aukahlutir: Gleraugu, eyrnahlífar, hlífðargler, hnakkahlíf, festingar fyrir reykmaska, ljós og hnakkahlíf.
Litir: Hvítur, blár, rauður, gulur, svartur, appelsínugulur, grár og gulgrænn/sjálfsýsandi.

Calisia Vulkan CV 102 bæklingur - bæklingur

Calisia Tytan Hot 101 bæklingur