Chine Fire vörusýningin og vörur þaðan

Eins og við sögðum frá þá sóttum við China Fire 2008 sýninguna í Peking nú um síðustu mánaðarmót. Við höfum ekki áður sótt vörusýningar í annari heimsálfu, en vegna aukinna viðskipta okkar við Kína, var ákveðið að fara þrátt fyrir dökkar efnahagshorfur.
Glæsilegt


Það er skemmst frá að segja að við fundum talsvert af búnaði og tækjum, sem við munum  bjóða og flytja til landsins. Það er kannski fáfræði okkar að kenna, að við vissum ekki hversu langt á veg Kínverjar eru komnir í framleiðslu á búnaði til slökkvistarfa. Við vissum þó nokkuð um gæði og framboð á eldvarnabúnaði, en á þessari sýningu bættist enn í .


Margar gerðir af plastskápum fyrir eldvarnabúnað og slökkvitæki


Við gerum ráð fyrir að halda áfram innflutningi okkar á slökkvitækjum, slökkvidufti, skynjurum, stökum og þráðlausum, eldvarnateppum, keðjustigum, skápum, lyfjaskápum og neyðarljósum. Í þennan þátt starfsemi okkar bætast hugsanlega við neyðarmerki, brunaslönguhjól, sjúkrakassar, margskonar kassar fyrir eldvarnabúnað, slökkvikerfi ofl. ofl.


Kolsýruáfyllingarvél



Við erum líka að skoða nýjung í léttvatnstækjum, sem við vonum að takist hjá okkur að markaðssetja á nýju ári og eins tæki og búnað fyrir slökkvitækjaþjónustur eins og duftvélar, kolsýruáfyllingarvélar, þrýstiprófunarvélar, þvingur og þurrkvélar.




Hlífðarfatnaður samkvæmt EN úr Nomexi, Kelavar og Kermel efnum
Við munum halda áfram að kaupa brunaslöngur fyrir slökkvilið og verktaka, en við má búast að bætist, Storz tengi, háþrýstistútar, úðastútar bæði einfaldir og eins fullkomnari gerðir, froðubúnaður, hlífðarfatnaður eins og kápur og buxur, undirfatnaður, hanskar, stígvél, eiturefnabúningar, léttvatn, slökkvifroður af ýmsum gerðum, brunadælur, slökkvibúnað í kjarr og skógarelda, margs konar ljós, neistafrí verkfæri, þéttibúnað, björgunartæki ofl. ofl.


Stígvél uppfylla EN staðla


Kannski slökkvibifreiðar og sjúkrabifreiðar. Kínverjar byggja á hvaða grind sem er og eru að nota brunadælur og búnað sem við þekkjum.

Þó nokkrir vestrænir sýnendur voru á sýningunni og má þar nefna Holmatro, Trelleborg, Rosenbauer og WS Darley.



Háþrýstiúðabyssa


Við vísum aftur í fáfræði okkar og það verur að segjast eins og er að framboð á búnaði og tækjum er talsvert og gæði sambærileg og verð betra þó gengisfall íslensku krónunnar og styrking USD á móti EUR (30%) sé óhagstætt höfum við áhuga á að vinna frekar í innflutningi frá Kína.





Kræsingar á teini





Eins féllum við algjörlega fyrir matargerð þeirra.