Coltri Loftpressur

Við höfum afgreitt Coltri Compact loftpressu af MCH 26 ET Compact gerð til slökkviliðs. Coltri loftpressurnar eru ítalskar og í notkun hjá nokkrum slökkviliðum hér.

Við höfum afgreitt Coltri Compact loftpressu af MCH 26 ET Compact gerð til slökkviliðs. Coltri loftpressurnar eru ítalskar og í notkun hjá nokkrum slökkviliðum hér.

Eins og áður kemur fram er loftpressan af Coltri gerð og kemur í stað pressu sem komin er til ára sinna og eins mun afkastaminni. Coltri MCH 26 ET Compact afkastar 430 l/mín. Pressan er með tvær sjálfstæðar einingar, sem hvor um sig skila 215 l/mín. Það er ákveðinn kostur að pressan sé þannig uppbyggð því, ef önnur einingin bilar er hægt að vinna með hina. Sérstakur öryggisloki er á áfyllingu, en ef t.d. er fyllt á 200 bara kút með 300 bara þrýstislöngu þá lokar öryggislokinn fyrir. Sjálfvirkt stopp og sjálfvirkt drein.

Með pressunni kom aukastjórnborð með mæli og fjórum háþrýsti úttökum og slöngum. Stjórnborðið verður tengt við oftbanka með T stykki.

Coltri loftpressaColtri Loftpressa af MCH 26 ET Compact gerð, tvöföld.

Colti stýriborðColtri stýriborð með möguleika á tengingu við loftbanka

Sú gerð af Coltri pressum sem er algengust hjá slökkviliðum í Svíþjóð er MCH16 Compact EVO 265 l/mín og er sú gerð sem birgi okkar í Svíþjóð er oftast með á lager. Sú gerð er með sjálfvirkt stopp, sjálfvirkt drein, hitavörn og þrýstimæla fyrir hvert stig áfyllingar.

Minni gerðir sem birgi okkar í Svíþjóð bendir á eru eftirfarandi:

MCH6SH með Hondu vél 100 l/mín.
MCH6ET með 3ja fasa rafmótor 100 l/mín.
MCH6EM með eins fasa rafmótor 80 l/mín.

Hvetjum ykkur til að skoða heimasíðu okkar og Coltri.

.....Slökkvitæki, slökkvitækjaþjónusta, reykskynjarar, eldvarnateppi, brunaslönguhjól, gaskynjarar, kolsýrlingsskynjarar, fellistigar, keðjustigar, lyfjaskápar, neyðarljós, neyðarmerki.....
.