Eftirlit með sogdælum í Rosenbauer slökkvibifreiðum

Við viljum vekja athygli ykkar sem eru með Rosenbauer dælur að skoða sogdælurnar reglulega og kanna gúmmíblöðkurnar í þeim. Við munum eiga hjá okkur blöðkur til skiptanna en eflaust er þörf á að skipta um blöðkur hjá mörgum. Hér eru gúmmí sem skipt vr um í sogdælu
Nokkuð er síðan fyrstu dælurnar komu hingað svo án efa er þörf á skoðun á þessum dælum. Lið hafa verið í sambandi við okkur og fengið blöðkur ásamt reimum sem hafa slitnað.

Eins hafa komið upp vandamál við notkun á froðu þar sem í sumum tilfellum hefur ekki verið gætt að því að skola kerfið vel eftir notkun eða einhver hefur í ógáti opnað fyrir froðutank og ekki verið tekið eftir því.




Við eigum fyrir ykkur lýsingu á því hvernig hægt er að prófa froðblandarana og er velkomið að senda þá lýsingu til ykkar.

Eins viljum við ítreka að vatnstankar séu reglulega skoðaðir og fylgst með hvort millihólf séu ekki vel föst og engir aðskotahlutir á ferðinni sem gætu farið í dælu.