Eftirlit og þjónusta á Holmatro búnaði

http://www.holmatro.com/en/

Þökk sé þess að það eru lærðir menn hérlendis og vottaður búnaður frá framleiðanda, er boðið upp á eftirlit og þjónustu á Holmatro búnaði. Eins ef Holmatro búnaðurinn ykkar er með tveimur slöngum þá er mögulegt að breyta honum yfir í eins slöngu og yfirfara í leiðinni.

Vegna aðstæðna hér höfum við komið upp í samvinnu við SHS í Reykjavík fullkomnum prófunar og eftirlitsbúnaði frá Holmatro. SHS hefur prjónað við búnaðinn hugbúnað þar sem hægt er að skrá mjög nákvæmlega alla umsjón með þeim tækjum sem skoðuð eru.

Kjartan Blöndahl og Benedikt Harðarson hjá Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins (SHS) hafa báðir sótt námskeið á vegum Holmatro sem vottar þá sem fullgilda eftirlits- og þjónustuaðila Holmatro tækja.

Ekki þekkjum við til þess að aðrir innflytjendur björgunartækja bjóði upp á viðlíka þjónustu og eftirlit með vottuðum búnaði frá framleiðanda.

Holmatro eftirlits-, breytingar og þjónustuskýrsla fyrir Hvolsvöll

Holmatro eftirlits-, breytingar og þjónustuskýrsla fyrir klippur Brunavarna Rangárvallarsýslu

Brunavarnir Rangárvallarsýslu (BR) nýttu sér nýverið þessa þjónustu til að yfirfara og í leiðinni breyta tækjunum sínum yfir í einna slöngu kerfi. Eins og sjá má á ofangreindri mynd þá fylgja skýrslur eftirlitinu og breytingunum. Þessar þrjár skjámyndir hér að neðan eru einnig hluti af skýrslunni fyrir klippurnar sem BR lét breyta og yfirfara.

Skjámynd 1 - Skýrsla fyrir eftirlit og breytingu á Klippum BR Skjámynd 2 - Skýrsla fyrir eftirlit og breytingu á Klippum BR Skjámynd 3 - Skýrsla fyrir eftirlit og breytingu á Klippum BR


Þessa þjónustu geta öll slökkvilið með Holmatro búnað nýtt sér og ef þið hafið áhuga á henni hafið þá endilega samband við okkur - s. 568 4800 - oger@oger.is