Velflestir eigendur og notendur á Holmatro björgunartækjunum sem eru útbreiddustu björgunartækin hérlendis hafa látið breyta tækjum sínum í einna slöngu Core kerfið.
Við erum að breyta einu setti þessa dagana og viljum því vekja athygli ykkar ef það eru einhverjir sem ætla sér og eiga eftir að breyta þá er nú eins og við höfum áður birt í fréttum komin til landsins fullkominn búnaður til að skoða og yfirfara Holmatro björgunartæki. Við erum einir hérlendis sem bjóðum þessa þjónustu svo best við vitum. Nú sem áður er atriði að hafa búnaðinn í lagi. Þetta er háþrýstibúnaður og þarf að hafa reglulegt eftirlit með honum eins og kemur fram í notkunarbæklingum sem fylgja.
CORE er nafnið á nýja einnar slöngu kerfinu frá Holmatro, en það er alger bylting í allri vinnu og öryggi við notkun á björgunartækjum. Og ein merkasta nýjungin frá því farið var að framleiða vökvaknúin tæki. CORE tæknin byggir á að í stað hefðbundinna slanga þar sem önnur var notuð fyrir þrýsting að tæki og hin frá, er komin ein slanga. Slanga þar sem þrýstislanga er inní annarri sem nýtist fyrir vökva frá tæki til dælu.
Í stað 4 tengja á hefðbundinni slöngu eru bara 2 tengi á CORE. Innri slangan sem er þrýstislanga er úr kevlar efni og þolir 4 x vinnuþrýsting er því í raun varin af ytri slöngunni, en þar getur mest byggst upp 25 bar þrýstingur. Þetta er því í raun mun öruggara kerfi, því á hefðbundnar slöngur getur komið gat. Lítið nálargat getur orðið til þess að vökvi getur sprautast með 720 kg þrýstingi í hendi eða handlegg björgunarmanns.
Tengin í CORE kerfinu eru meira en bara tengi, því þau virka líka sem framhjáhlaupslokar, þannig að vökvinn er sífellt á hringrás frá dælu um slönguna ef tæki er ekki tengt. Um leið og tæki er tengt lokast fyrir hringrásina og vökvaaflið er strax komið í tækið. CORE slangan er 40% léttari en hefðbundin og vegna þess hversu auðvelt er að tengja hana og einnig að einungis þarf að tengja 2 tengi í stað 4 áður verður mun fljótvirkara og auðveldara að tengja og gera klárt.
Tímasparnaður er ca 50% Snúningsliður er á báðum endum slöngunnar og því nóg að toga í hana til að taka snúning af henni. Að auki þá fer minna fyrir tækjum, því ekki eru slönguendar sem taka pláss í skápnum.
Góðu fréttirnar eru, að það er hægt að breyta eldri tækjum fyrir CORE kerfi en þó ekki öllum. Þá er settur nýr endi á handfang, gömlu slöngurnar teknar af og CORE tengi komið fyrir í staðin. Tekur ca 5 mínútur að skipta.
Hérlendis eru það tæki líklega fyrir 1996 sem ekki er hægt að breyta en það eru tæki sem eru úr 2000 seríunni. Það skal líka litið til þess að þessi tæki eru um leið orðin úrelt til að eiga við ökutæki af nýrri gerðum þar sem styrkur í póstum hefur verið aukinn. Til fróðleiks þá klippir 2000 klippur með 29 tonna afli en nýjar klippur úr 4000 línunni með 103 tonna afli.
Hér hafa verið taldir upp helstu kostir kerfisins. Gallinn er
að ef skipt er yfir í CORE þarf að henda gömlu slöngunum.