Eldvarátakið stendur nú yfir í þessari viku

Eldvarnaátak LSS hefst í dag og stendur yfir í viku. Gert er ráð fyrir að 5.000 börn verði heimsótt af slökkviliðsmönnum um allt land.
Í tengslum við vikuna var kynnt könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) og Brunamálastofnun en hún sýnir að eldvörnum er verulega áfátt á mörgum íslenskum heimilum.
Enn tekur um fimm prósent heimila áhættuna af því að hafa engan reykskynjara og aðeins einn slíkur er á nær 30 % heimila að auki.


Á 66% heimila eru slökkvitæki en þar hefur orðið auking frá síðustu könnun.

Eldvarnateppi eru á tæplega 59 % heimila og vekur það furðu að þau skulu ekki vera á fleiri heimilum þar sem tryggingarfélögin hafa verið dugleg við að dreifa teppum til viðskiptavina sinna. Eldvarna teppi er góð og ódýr eldvörn.

Lesið frekar um könnunina og umsögn á heimasíðu LSS hér.

Við bjóðum sem fyrr mikið úrval af eldvarnavörum á góðu verði og vekjum athygli á forvarnarpökkum hér á heimasíðunni.

Við ákváðum að lækka verð á optískum reykskynjurum og hitaskynjurum úr kr. 2.685 í kr. 1.986 eða um 26%. Aðrar vörur eins og slökkvitæki, eldvarnateppi og aðrar gerðir reyk og gasskynjara eru á góðu verði.