Eldvarnavikan

Nú er hin árlega Eldvarnavika að hefjast. Við höfum reynt að undirbúa okkur fyrir þessa viku en gera má ráð fyrir aukinni sölu á ýmsum eldvarnabúnaði í kjölfarið.  
Auglýsing í eldvarnaviku

Við munum þessa vikuna og fram að jólum leggja sérstaka áherslu á reykskynjara bæði þessa hefðbundnu og svo þráðlausa samtengjanlega reykskynjara af öllum gerðum þ.e. jóníska, optíska og hita skynjara. Við erum líka með samtengjanlega skynjara með þræði en þráðlausum skynjurum hefur verið einstaklega vel tekið vegna þess hve auðvelt er að koma þeim fyrir í húsnæði þar sem ekki er gert ráð fyrir slíkum skynjurum. Við eigum nægar birgðir af öllum gerðum.

Staðreyndin er því miður sú að á mörg heimili vantar skynjara eða þeir eru orðnir gamlir. Framleiðendur mæla með að skynjurum 10 ára og eldri sé skipt út fyrir nýja. Þetta er ekki bragð til að auka sölu heldur er það staðreynd að gamlir skynjarar bregðast seinna við skynjun og gefa því frá sér viðvörun seinna en ástæða er til.

Við leggjum líka áherslu á að það séu slökkvitæki á heimilum og þau af réttri stærð þ.e. 6 kg. dufttæki eða 6 l. léttvatnstæki. Ekki bara 2ja. kg. dufttæki eins og er á mörgum heimilum. Við vekjum líka athygli á að þess sé gætt að yfirfara slökkvitækin séstaklega léttvatnstækin því framleiðendur vilja að léttvatnsblandan sé endurnýjuð á 2ja til 3ja ára fresti. Eitt varðandi slökkvitækið. Ef gastæki á heimilinu skal velja dufttæki. Léttvatnstæki er ekki á gaselda.

Eldvarnateppin eru nauðsynleg í eldhúsið. Oft má slökkva eld á byrjunarstigi með eldvarnateppinu. Gætið þess að kaupa viðurkennd teppi og að þau hleypi ekki olíueldum í gegnum sig.

Gasskynjarar af mörgum gerðum fyrir 12 V í hjólhýsið eða fellihýsið eða 230V  á heimilin. Gaseldavélum hefur fjölgað verulega á heimilum. Allar þessar vélar þ.e. ef þær uppfylla staðla eru vel útbúnar og með búnað til að skrúfa fyrir gasleka ef ekki er eldur á hellu. Gasleki getur þó orðið ef lagnir gefa sig og er því nauðsynlegt að vera með gasskynjara. Við eigum þá eins og áður sagði í mörgum gerðum og m.a. samtengjanlega. Því miður er ekki búið að finna upp gasskynjara á rafhlöðum ennþá en það væri mjög hentugt ef til væri.

Flóttabúnað eins og keðjustiga eða fellistiga erum við með í nokkrum lengdum. Neyðarskilti, neyðarljós, skápa fyrir slökkvitæki eða öflugri festingar eins og í bíla eigum við.

Slökkvitæki í sjónvörp, þurrkara eða þvottavélar eigum við og með fylgja greinagóðar leiðbeiningar um upp eða ísetningu.

Svo minnum við á að það er góð regla að æfa notkun og hafa á hreinu flóttaleiðir. Það er í þessu sem öllu öðru að kunnátta á tækin er nauðsynleg svo þau komi að réttum notum.

ISS Renault Midlum slökkvibifreið frá okkur