Er nýr krani á reykköfunarkútinn dýr ?????

Um leið og við óskum ykkur öllum gleðilegs árs og þökkum ánægjuleg samskipti á síðasta ári þá bendum við ykkur á að hugsa um reykköfunarkútana ykkar
   

Við bjóðum hettur yfir gengjur krana í reykköfunarkútum. Hetturnar eru fyrir mismunandi gerðir til í ýmsum litum og eins sjálflýsandi. 
   

Á hettunum er band 45 sm. langt með sérstökum hnút sem gefur sig ef hetta flækist. Hettan ver gengjur og inngang í krana fyrir ryki, óhreinindum, moldarleðju, sandi, snjó, steinum, vatni ofl.
   

Hér hefur tíðkast að bregða teipi á gengjurnar en það ver gengjur ekki fyrir höggi aðeins að óhreinindi fari ekki ofan í kranann. Nýr krani er dýr og eins þarf að skipta um hann.
   
 

Verndið búnaðinn ykkar á ódýran og einfaldan hátt.