Sprinter 316 CDI 4x4
Í Jämtland-Härjedalen í Svíþjóð eru þeir komnir með
fjórhjóladrifinn MB Sprinter í notkun. Við rákumst á grein úr tímaritinu Utryckning nr. 2/03 sem gefið er út af landssambandi
slökkviliðs og sjúkraflutningsmanna þar í landi. Leyfi mér að þýða þetta þannig.
Stór hluti þeirra er MB E 280 byggðir af Miesen, en á síðasta ári var tekin í
notkun MB Sprinter fjórhjóladrifin. Þetta er fyrsti fjórhjóladrifni Sprinterinn í notkun í Svíþjóð
og er hann byggður af Profile í Finnlandi.
Bifreiðin var innréttuð eftir hugmyndum heimamanna (m.a. valinn ljósgrænn litur að innan) og
hefur bifreiðin reynst mjög vel og er það mál manna að fjórhjóladrif verði fyrir valinu í framtíðinni í
vetrarakstri.
Mikið rými er og gott að vinna umhverfis sjúklinginn. Mikið er af
búnaði, m.a. EKG búnaður með sendi. Í gegnum rennihurð á vinstri hlið er hægt að skipta út súrefnisflöskum (tveim 2.5
l.). Eins er geymdur burðarstóll á sama stað ásamt hálskrögum. Ýmislegt annað má
vinna með út um vinstri rennihurð, eins og loftttæmi dýnu, margs konar búnað og töskur.
Bifreiðin er gul að lit með endurskins borðum og dökkblár borði efst og efst í borða
á miðri bifreiðinni. Ljósarekki (Sarco) er á þaki ásamt venjulegum viðvörunarljósum að framan. Eins á speglum. Vinnuljós og svo díóðuljós í skápum.
Fróðlegt ekki satt. Samskonar bifreiðar væntanlegar í nóvember til Rauða kross
Íslands.
Benedikt Einar Gunnarsson