Creditinfo hefur unnið að ítarlegri greiningu sem sýnir hvaða íslensku fyrirtæki fá bestu einkunn í styrk- og stöðugleikamati félagsins. Við hlutum viðurkenningu 2010 og nú aftur 2011.
Creditinfo hefur unnið að ítarlegri greiningu sem sýnir hvaða íslensku fyrirtæki fá bestu einkunn í styrk- og stöðugleikamati félagsins. Við hlutum viðurkenningu 2010 og nú aftur 2011.
Af rúmlega 32.000 fyrirtækjum sem skráð eru í Hlutafélagaskrá reyndust 245 fyrirtæki uppfylla þau skilyrði sem Creditinfo setur til að fá viðurkenningu sem framúrskarandi fyrirtæki. Vottun af þessu tagi þekkist víða erlendis en á stærri mörkuðum er algengara að skilyrði vottunar séu ekki eins ströng og ákveðið var að setja hér á landi. Að mati Creditinfo er mikilvægara á litlum markaði að draga fram styrkleika fyrirtækja sem birtist í stöðugleika í rekstri fremur en niðurstöðum einstakra rekstrarára. Slíkar kröfur eru líklegri til að undanskilja sveiflukenndan árangur stærri eignarhalds- og móðurfélaga en undirstrika frekar styrkleika fyrirtækja í virkri starfsemi.
Eftirfarandi upplýsingar eru lagðar til grundvallar á mati Creditinfo um hvort fyrirtæki uppfylli skilyrði styrkleikamatsins:
Að hafa skilað ársreikningum til RSK 2008 til 2010
Minna en 0,5% líkur á alvarlegum vanskilum
Að sýna jákvæðan rekstrarhagnað (EBIT) þrjú ár í röð
Að ársniðurstaða sé jákvæð þrjú ár í röð
Eignir séu 80 milljónir eða meira árin 2008 - 2010
Að eigið fé sé 20% eða meira, rekstrarárin 2008 til 2010
Að vera með skráðan framkvæmdastjóra og stjórnarmenn í hlutafélagaskrá
Að vera virkt fyrirtæki skv. skilgreiningu Creditinfo
Við erum meðal þessara 245 fyrirtækja (smellið á myndina) |
.....Slökkvitæki, slökkvitækjaþjónusta, reykskynjarar, eldvarnateppi, brunaslönguhjól, gaskynjarar, kolsýrlingsskynjarar, fellistigar, keðjustigar, lyfjaskápar, neyðarljós, neyðarmerki, öryggiskerfi, innbrotaviðvörunarkerfi.....
Þjónustum slökkvilið, björgunarsveitir og sjúkralið
Innflutningur á sprengiefnum og þjónusta frá 1963
|
.