Fyrsta Holmatro fréttabréfið

Björgunartækjaframleiðandinn Holmatro hefur ákveðið að gefa út reglugega fréttabréf með ýmsum upplýsinum um Holmatro búnað, notkun hans, áhugaverða viðburði ofl.
Við munum stefna að því að þýða fréttabréfin og birta þau á heimasíðu okkar undir fréttir og jafnvel á vefsíðunni þar sem upplýsingar um Holmatro björgunarbúnað er að finna.

Flest slökkvi og björgunarlið á Íslandi eiga og nota Holmatro björgunar og klippibúnað enda er Holmatro brautryðjandi í nýjungum, tækni og styrkleika í slíkum búnaði. Undanfarin ár hafa þeir komið fram með allar helstu nýjungar og aðrir framleiðendur verið sporgöngumenn.

Fróðlegt verður að fylgjast með hvaða nýjungar verða kynntar á bás Holmatro á Rauða hananum í byrjun júní næstkomandi.


Við höfum verið umboðsmenn Holmatro hérlendis í um 25 ár og um þessar mundir er aðaltengiliður okkar hjá Holmatro Loedy Van den Berg að fara á eftirlaun en margir viðskiptavinir okkar kannast við hann frá m.a. heimsóknum hans hingað og eins á sýningum eins og Rauða hananum. Hér er mynd af Loedy van den Berg með SHS mönnum en hann er lengst til vinstri. Við vonumst til að fá tækifæri til að kveðja hann og þakka honum fyrir frábært samstarf á sýningunni í júní.



Það sem fjallað er um í þessu fréttabréfi eru björgunaraðgerðir CISAR á Haiti, World Rescue Challenge 2010 á Írlandi, Rauða hanann 2010, það sem má og ekki má með Holmatro klippum og nútíma bílahönnun gegn hengilásum.

Smellið á myndina og sjáið fréttabréfið



Hér fyrir neðan eru fleiri upplýsingar og nýjungar.

Hér er bók um björgun úr bílflökum

Hér eru upplýsingar um Holatro Power Shore stoðir

Hér er síða sem sækja má ýmsar upplýsingar eins og myndir, myndbönd, blaðagreinar ofl. ofl.

.....Slökkvitæki, slökkvitækjaþjónusta, reykskynjarar, eldvarnateppi, brunaslönguhjól, gaskynjarar, kolsýrlingsskynjarar, fellistigar, keðjustigar, lyfjaskápar, neyðarljós, neyðarmerki.....