Góðar viðtökur

Við höfum undanfarið verið að kynna þær slökkvibifreiðar sem við höfum selt til Brunavarna Árnessýslu og höfum fengið mjög góðar viðtökur þar sem hér er á ferðinni mikil gæði, mikil tækni og ótrúlegt verð. 

Fleiri en væntanlegir viðskiptavinir hafa rumskað og viljum við benda á aðra möguleika sem eflaust henta einhverjum slökkviliðum.


Myndin hér að ofan sýnir ISS Renault Midlum 4x2

Þeir sem vilja slökkvibifreiðar í líkingu við þær kröfur sem settar voru fram í útboði EBÍ fyrir nokkrum árum og við fengum söluna á þar sem við vorum með hagstæðustu verðin eiga kost á t.d. Renault Midlum 4x4 14 tonna af gerðinni 220.14 eða 270.14 með sex gíra kassa. Val stendur um 225 eða 265 hestafla vél sex eða níu gíra.

Hér á eftir er stutt lýsing en hér er alls ekki talið upp allt það sem er í bifreiðunum.

Renault Midlum 220.14 4x4 eða 270.14.
Ökumannshús 4ra. dyra (fæst líka 2ja dyra) Sæti fyrir 1+1+4 í reykkafarstólum . e. sex manna hús.
Vatnstankur 2.500 til 3.500 l. Froðutankur 250 til 300 l.
Ruberg dæla úr bronsi (fullkomin efna og seltuvörn) R30/2.5 3.000 l/mín við 10 bar og 250 l/mín við 40 bar. Gangráður á dælu og allir mælar og mikið af loftstýringum. Allar merkingar á íslensku frá framleiðanda. M.a. snúningsmælir dælu.
Úttök 2 til 4 stk. af 75mm með Storz tengjum.
Inntak frá opnu 110 eða 125 mm með Storz tengi.
Áfylling á tank um dælu (1.700 l/mín)
Áfylling á tank frá opnu 75mm með Storz
Froðukerfi um dælu (Around the pump)

Í ökumannshúsi ýmis viðvörunarljós m.a. tanka aflestur ofl. 

Annar búnaður m.a. slöngukefli með 90 m. af 19mm háþrýstistút með froðutrekt. Hillukerfi stillanlegt. Slönguhillur. Hleðslutæki. Miðstöðvar fyrir alla skápa og ökumannshús. Margt annað.

Og svo verðið. Við þorum að nefna það. Á svona bifreið eins og nefnd er hér að ofan er verðið kr. 11.851.386 án VSK.

Við getum líka boðið Renault Kerax 19 tonna 4x4 með 412 hestafla vél með 2ja dyra eða 4ra dyra ökumannshúsi með 4.000 l/mín. Ruberg dælu há og lágþrýstri (mikið af loftstýringum og gangráður). Froðublöndun. Hægt er að setja allt að 6.000 l. vatnstank á Kerax með einföldu húsi en allt að 5.000 l. með tvöföldu húsi. Froðutankur 2 til 300 l.

Eins getum við boðið slökkvibifreiðar á öðrum undirvögnum eins og MAN, MB, Volvo eða Scaniu.

Leitið upplýsinga