Hann er kominn upp að húsi

ARRF 6100/610 slökkvibifreiðin fyrir Brunavarnir á Héraði og Flugstoðir fyrir Egilstaðaflugvöll er kominn upp að húsi hjá okkur. ARRF6100/610 ISS-Scania fyrir utan hjá okkur

Nú fer hann í yfirferð hjá Heklu, skráningu og löggildingu ökurita. Eins þarf að setja í hann sérstaka talstöð vegna flugvallarins og örlitla viðgerð þarf að framkvæma þar sem honum hefur verið nuddað utan í. Nokkuð sem alltaf má búast við.

Stjórnborð í ökumannshúsi

En hann er glæsilegur og að öllu leyti mjög  vel unnin og byggður. Stjórnborðið í ökumannshúsi  er vel útfært.

Við munum svo þegar tími gefst færa meiri upplýsingar um bifreiðina inn á síðuna um slökkvibifreiðar undir Brunavarnir á Héraði 06.



Hér eru myndir teknar í dag.