Heimsókn á stefnumótunarfund Brunavarna Árnessýslu

Undir lok mars var haldinn stefnumótunarfundur hjá B.Á. sem okkur var boðið á í þeim tilgangi að upplýsa stjórnendur slökkviliðsins um væntanlegar slökkvibifreiðar sem staðsettar verða í Árnesi og á Selfossi. Það byrjaði ekki gæfulega því boðleið fundartíma og fundarstaðar tepptist einhversstaðar í rafræna kerfinu. Menn geta dottið út af listum : )) en það tókst að vera bara aðeins of seint inni á Flúðum en þar var fundurinn haldinn í glæsilega hótelinu þar Hótel Flúðum.

Okkur þótti vænt um að fá tækifæri til að kynna möguleikana og settum við upp kynningu í PowerPoint og urðu menn að fyrirgefa okkur að útlit síðna er bara venjulegt engin ský eða vatnsmerkjaletur eða duldar auglýsingar.

Við höfum nú sett kynninguna í Acrobat skjal sem þið getið opnað hér fyrir neðan.

Hér má sjá kynninguna.

Eftir kynninguna voru umræður um bifreiðarnar og búnað. Strax á fundinum komu fram hugmyndir að breytingum og fyrirkomulagi búnaðar ofl. Það er reyndar svo ávallt að einhverjar breytingar eru gerðar og slíkum breytingum hefur alltaf verið tekið einstaklega jákvætt hjá Wawrzaszek.

TLF6000/200 ISS slökkvibifreið Brunavarna Árnessýslu