Heimsókn frá Weenas AS

Í vikunni nánar tiltekið á fimmtudag fáum við heimsókn frá Weenas AS en frá þeim kaupum við hlífðarfatnað þann sem vð höfum boðið og selt undanfarin fjögur ár úr Pbi Kelvar og Nomex efnum. Nokkuð mörg slökkvilið hafa keypt þessar gerðir af fatnaði og við höfum selt einkennisfatnaðinn m.a. til Kosovo.
Hér stendur fyrirsætan við Pensi sjúkrabörur sem við bjóðum einnig

Nú er ætlunin að leggja verulega áherslu á einkennisfatnaðinn enda gæðamikill fatnaður og vel þekktur. Um leið viljum við bjóða samfestinga og annan fatnað fyrir sjúkraflutningamenn. Þar er hægt að velja um samfestinga úr bómull og polyester og svo úr Nomex efnum.

Fatnaðurinn er vandaður og má þvo við 60°C.



Á baki er laust efni til merkinga
Endurskin er af tveimur gerðum þ.e. þetta venjulega gráa en svo er endurskin ferningsmynstrað grænt og grátt. Hliðarvasar eru á lærum og skálmum. Eins eru hliðarvasar við mitti og þar er einnig hægt að komast í innan undir buxur. Á skálmum er rennilás til þrengingar og eins er á ermum franskur rennilás til þrengingar.

Brjóstvasar og vasar á upphandlegg. Á buxum eru kósar fyrir belti en við erum með gott úrval af allskonar hulstrum á beltin.

Spælar á öxlum. Gott snið og þægilegir.

Fyrirsætan átti ekki í erfiðleikum að komast í og úr samfestingum :).

Ef þið hafið fyrirspurnir eða óskir sem við getum komið á framfæri við fulltrúa Weenas AS á meðan á heimsókn stendur látið okkur heyra.