Hetjur

Þessi er sígildur en í dag sendum við ykkur slökkviliðsstjórar dreifibréf með kynningarverðum á Akron Brass úðastútum og byssum.


Eitt sinn kom upp stórbruni í fyrirtæki nokkru rétt fyrir utan borgina. Allir tiltækir slökkvibílar í nágrenninu og víðar voru kallaðir á staðinn en eldurinn var svo mikill að ekki varð við neitt ráðið. Börðust slökkviliðin í marga klukkutíma við eldhafið en urðu að lokum að gefast upp því hitinn var orðinn svo mikill að það var sama hvað menn reyndu - ekki var líft í nema í 100 metra fjarlægð frá eldhafinu. Þá bar þar að lítinn og hrörlegan slökkvibíl úr fjarlægri sveit en hann hafði verið á leiðinni allan tímann. Öllum til mikillar undrunar ók hann framhjá 100 metra vegatálmanum og stansaði ekki fyrr en u.þ.b. 20 metrar voru í eldhafið. Stukku nokkrir slökkviliðsmenn út, sprautuðu vatni hver á annan og hófust svo handa við að slökkva eldinn, sem þeir og gerðu á tiltölulega skömmum tíma. Þótti afrek litla slökkviliðsins ótrúlegt og til að sýna þakklæti í verki gaf fyrirtækið sem bjargaðist eina milljón króna í sjóð slökkviliðsins. Þegar slökkviliðsstjórinn var síðan spurður að því í hvað peningurinn yrði notaður svaraði hann:,,Ja, ætli það fyrsta sem við gerum verði ekki að laga bremsurnar á helv... slökkvibílnum '.

Benedikt Einar Gunnarsson