Hjálparsveit skáta fær Trelltent tjald


Hjálparsveit skáta hefur fengið frá okkur Trelltent TT3/2 tjald eins og þeir fengu fyrir nokkrum árum síðan. Trelltent tjöld eru t.d. hjá Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins, Slökkviliði Akureyrar, Isavia á Keflavíkurflugvelli, Björgunarsveitinni Suðurnes og Hjálparsveit skáta í Reykjavík.

Trelltent tjald TT3/2 Trelltent Fortjald

 

Trelltent tjöldin eru framleidd hjá Trelleborg og voru upprunalega gerð fyrir sænska herinn. Þessi tjöld voru fyrstu uppblásnu tjöldin og er því þessi framleiðsluaðferð eignuð Trelleborg. Sú gerð sem er seld í dag er sama gerðin en með áorðnum breytingum frá upphafi.

Þegar setja á tjöld saman eru þau reimuð en einnig er hægt að setja þau saman með samtengitjaldi en það á aðeins við þegar verið er að tengja stórar dyr við minni eða öfugt. Tjöldin eru í mismunandi einingum og stærðum.

Tiltölulega einfalt er að raða saman einingum. Trelltent 1/2 er t.d. ein eining með tveimur hurðum. 2/2 eru tvær einingar með tveimur hurðum. 3/4 er þrjár einingar með fjórum hurðum o.s.fv.

Með hverju tjaldi fyrir sig er fáanlegur búnaður eins og loftdæla handvirk eða rafmagns, tjaldhamar, tjaldhælar, stög ofl. Eins er hægt að fá gólfdúk í tjöldin.

Til að dreifa hita eru til loftbarkar sem tengdir eru við inntök. Þeir eru eðlilega mismunandi langir eða allt eftir hvaða gerð tjalds er um að ræða.

Mikið af fylgibúnaði er fáanlegur eins og fæðidælur, lensidælur, upphitunarbúnaður, blásarar ofl. ofl.

Trellchem TT3/2 tjald
Trellchem fortjald
Trellchem fortjald

 

Teikning Trelltent 3/2 Lýsing Trelltent 3/2

 

.....Slökkvitæki, slökkvitækjaþjónusta, reykskynjarar, eldvarnateppi, brunaslönguhjól, gaskynjarar, kolsýrlingsskynjarar, fellistigar, keðjustigar, lyfjaskápar, neyðarljós, neyðarmerki, sjúkratöskur.....