Hleðsla og þjónusta slökkvitækja

Í vikunni fengum við 135 kg. duftkút úr annarri flugvallarslökkvibifreiðinni á Reykjavíkurflugvelli  til umhleðslu og yfirferðar en við höfum áður þjónustað þetta tæki.    MInimax 135 kg. dufttankur
Daglega erum við að þjónusta þessar helstu stærðir tækja eins og 2ja og 6 kg. dufttæki að ógleymdum öðrum gerðum af tækjum eins og léttvatns og kolsýrutæki sem við fáum meira og meira af til þrýstiprófunar en við erum með þrýstiprófunarbúnað frá Emde í Þýskalandi þann eina sinnar tegundar hér á landi. Flest allar duftvélar hérlendis eru frá Emde en við höfum selt þær.

Þegar svona stórt tæki eða kútur kemur í þjónustu þarf að hafa mikið við og ekki eru færar þessar venjulegu leiðir heldur þarf að setja við millikút til að geta losað allt duftið af kútnum. Þetta er vandaverk og ekki á allra færi ef vel á að fara. Það þarf að millifæra duftið í þar til gerðan millitank eftir síun og sía það síðan aftur á tækið. Duftið er því tvísíað.

Eins og áður sagði er þetta vandaverk og ekki á allra færi en "Where there´s a will there´s a way " eða ef viljinn er fyrir hendi er allt hægt.

Við fáum mun oftar 50 kg. duftæki og þarf að eiga við þau á svipaðan hátt þó umstangið sé ekki  eins mikið.