Enn á ný er Holmatro fyrstir framleiðanda til að koma með nýjungar í framleiðslu á
björgunartækjum. Ekki eina, heldur margar. Þessar nýjungar kynnti Holmatro á Rauða Hananum í vor, þar sem þeir voru með stóran og
glæsilegan bás. En það má eiginlega segja að hann hafi samt ekki verið nógu stór, því þar var alltaf troðfullt af
fólki að kynna sér það nýjasta í björgunartækjum. Enda Holmatro brautryðjandi á því sviði.
Bylting í nýjum björgunartækjum frá Holmatro.
Uppfærsla á eldri gerðum.
Nýja línan af tækjum sem kynnt var heitir Gerð 4000 og helstu
breytingar frá fyrri gerð eru:
Nýr miðjubolti í klippum
|
Handfang með ljósum
|
Innbyggður hröðunarloki
|
Meira afl en minni þyngd
|
CORE einnar slöngu tækni
|
CORE er nafnið á nýja
einnar slöngu kerfinu frá Holmatro, en það er alger bylting í allri vinnu og öryggi við notkun á björgunartækjum. Og ein merkasta
nýjungin frá því farið var að framleiða vökvaknúin tæki. CORE tæknin byggir á að í stað hefðbundinna slanga
þar sem önnur var notuð fyrir þrýsting að tæki og hin frá, er komin ein slanga. Slanga þar sem þrýstislanga
er inní annarri sem nýtist fyrir vökva frá tæki til dælu.
|
Í stað 4 tengja á hefðbundinni slöngu eru bara 2 tengi á CORE. Innri slangan sem er
þrýstislanga er úr kevlar efni og þolir 4 x vinnuþrýsting er því í raun varin af ytri slöngunni, en þar getur mest byggst upp 25
bar þrýstingur. Þetta er því í raun mun öruggara kerfi, því á hefðbundnar slöngur getur komið gat. Lítið
nálargat getur orðið til þess að vökvi getur sprautast með 720 kg þrýstingi í hendi eða handlegg björgunarmanns. Slíkt hefur
gerst með hörmulegum afleiðingum. |
|
|
|
Tengin í CORE kerfinu eru meira en bara tengi, því þau virka líka sem
framhjáhlaupslokar, þannig að vökvinn er sífellt á hringrás frá dælu um slönguna ef tæki er ekki tengt. Um leið og tæki er
tengt lokast fyrir hringrásina og vökvaaflið er strax komið í tækið. |
|
|
CORE slangan er 40% léttari en hefðbundin og vegna þess hversu auðvelt er að
tengja hana og einnig að einungis þarf að tengja 2 tengi í stað 4 áður verður mun fljótvirkara og auðveldara að tengja og gera "klárt".
Tímasparnaður er ca 50%
|
Gamlí tíminn
|
Nýi tíminn
|
|
50% fljólegra að gera "klárt"
|
Fljótlegra að ganga frá
|
|
Snúningsliður er á báðum endum slöngunnar og því nóg að
toga í hana til að taka snúning af henni. Eins skiptir ekki máli þó hnútar myndist og brotið sé upp á eða kröpp sveigja myndist
á slöngu.
|
|
|
|
Að auki þá fer minna fyrir tækjum, því ekki eru slönguendar sem
taka pláss í skápnum.
|
Gamlí tíminn
|
Nýi tíminn
|
|
Eins og komið hefur fram er tengin í CORE kerfinu eru meira en bara tengi, því
þau virka líka sem framhjáhlaupslokar, þannig að vökvinn er sífellt á hringrás frá dælu um slönguna ef tæki er ekki
tengt. Um leið og tæki er tengt lokast fyrir hringrásina og vökvaaflið er strax komið í tækið. Hægt er því að aftengja tæki
án þess að slá af afli og eins má framlengja slöngur. |
Ekki bara tengi heldur líka framhjáhlaupslokar
|
Slöngurnar eru fáanlegar í 5,10 og 15m. lengdum og nokkrum litum. Hægt að framlengja
|
|
Góðu fréttirnar eru, að það er hægt að breyta eldri tækjum fyrir CORE kerfi en
þó ekki öllum. Þá er settur nýr endi á handfang, gömlu slöngurnar teknar af og CORE tengi komið fyrir í staðin. Tekur ca 5
mínútur að skipta. Frá okkur fáið þið allar upplýsingar á myndrænuformi og annað það sem til
þarf.
Hérlendis eru það tæki líklega fyrir 1996 sem ekki er hægt að breyta en
það eru tæki sem eru úr 2000 seríunni. Það skal líka litið til þess að þessi tæki eru um leið orðin úrelt til
að eiga við ökutæki af nýrri gerðum þar sem styrkur í póstum hefur verið aukinn. Til fróðleiks þá klippir 2000 klippur
með 29 tonna afli en nýjar klippur úr 4000 línunni með 94,5 tonna afli. Lesið frekar um 4000 línuna hér að neðan. |
|
Hér hafa verið taldir upp helstu kostir kerfisins. Gallinn er…að ef skipt er yfir
í CORE þarf að henda gömlu slöngunum en hafa skal í huga að hjá mörgum er kominn tími á að skipta út slöngum og
fá nýjar. Allt eftir meðferð og aldri. Ekki eldri en 12 ára.
Við erum með tilboð á breytistykkjum og slöngum, bæði fyrir tæki og
dælur.
Speed valve (hröðunarloki) er
nýjung í 4000 gerðinni. Hann er innbyggður í tækin og flýtir lokun og opnun þegar ekki er álag á tækinu um 65%. Ekki er hægt
að setja þennan loka í eldri tæki. |
|
|
Handfang með innbyggðum ljósum, Hver kannast ekki við að vera í lítt eða illa upplýstri aðstöðu við klippivinnu ? Ekki lengur, því
nú hefur Holmatro komið með lausnina á því. Því innbyggð ljós eru í handfangi á 4000 gerðunum. Tvö sterk
díóðuljós sem beinast að vinnusvæðinu eru innbyggð í handfang tækjanna. AA rafhlaða er einnig innbyggð og endist í ca. 6
tíma. Handfang með ljósum er hægt að setja á eldri tæki.
|
I Bolt er enn ein nýjungin
frá Holmatro. Búið er að endurhanna miðjuboltann í klippunum og koma fyrir mun þynnri og fyrirferðarminni bolta. Þessi nýja gerð herðir
eingöngu saman klippukjaftana en ekki tjakkarmana líka. Þetta minnkar slit og þvingun í blöðum og auðvitað nýtir afl tækisins allt
í klippugetuna en ekki í innbyrðis þvingun. Annar plús, er að klippurnar komast mun betur að við þröngar aðstæður. I Bolt er
einungis í nýjustu 4000 gerðum af klippum og sambyggðum klippum og glennum.
|
|
|
Einnig er í 4000 gerðum af klippum ný hönnun á blöðum,
svokölluð NCTII blöð. Þau eru sérstaklega hönnuð til að klippa pósta eins og eru í nýjum gerðum af bílum. Það er
þykka marglaga, gerðum úr styrktum málmi. En eins og allir vita eru gerðar meiri og meiri kröfur um styrkleika bíla. Sem aftur gerir björgunarmönnum
óleik, því eldri tæki vinna hreinlega ekki á þessum nýju styrktu bílum né á stærri bílum. Holmatro er í
nánu samstarfi með bílaframleiðendum og stöðugt er unnið að þróun björgunar- tækjanna og helst það í hendur við
þróun og breytingar í bílaiðnaðinum. Því miður passa nýju blöðin ekki í eldri gerðir, því slaglengd
í tjakk er ekki sú sama.
|
|
Hafið í huga, að það er mikilvægt að gera sér
grein fyrir að eldri tæki voru hönnuð fyrir klippi vinnu á þeim tíma. Í dag eru mun sterkari og harðari efni notuð í
bílaiðnaðinum og tækin því ekki nægilega aflmikil. Það er nauðsynlegt að yfirfara blöð í klippum og skipta ef sér
á þeim. Eins þarf að yfirfara slöngur vel. Notkunartími á slöngum ætti ekki að fara mikið yfir 12 ár. Huga að
endurnýjun tækja í samræmi við aflþörf í dag.
4000 gerðin af
björgunartækjum sem Holmatro kynnti á Rauða hananum er með öllum þessum nýjungum sem hér hefur verið lýst, og að auki eru tækin
örlítið léttari en um leið aflmeiri. Sjá upplýsingar á fyrri
síðu.
|
Ný dæla var einnig kynnt. DBU 31 PC Hún er aðeins 25 kg.
Og mjög hljóðlát 68 decibel. Hægt er að nota 2 tæki samtímis. Einföld í notkun, með sjálfvirkan gangráð. Allir
hitafletir einangraðir, með ljósum sem lýsa á tengingar og fleiri nýjungum. |
DBU 31 PC
|
Það er staðreynd, að bílaeign hefur aukist mikið, umferð hefur stóraukist. Af þeim sökum eru bílslys eðlilega fleiri. Dauðsföllum í
bílslysum hefur fækkar. Og er það vegna sterkari bíla. En slösuðum fjölgar. Sem segir okkur að það er meira af slösuðu fólki
innilokað í sterkum bílum og þar af leiðandi meira fyrir björgunarmenn að gera. Og þetta er þróun sem heldur áfram. Þetta kallar
líka á þjálfaðri björgunarmenn með búnað sem stenst kröfur nútímans.
|
Holmatro hefur verið í fararbroddi við endurhönnun og framleiðslu á sterkari og öruggari björgunartækjum.
Mikli áhersla er lögð á kennslu og upplýsingar um hvað ber að varast og hvað þarf að vita áður en hafist er handa við björgun.
Bifreiðar í dag eru gjörbreyttar. |
Efnið er breytt
|
|
Þeim atriðum hefur fjölgað sem gæta þarf að eins og loftpúðar eru á mun fleiri stöðum.
öryggisbelti og búnaður þeirra, búnaður með þrýstingi og fl. ofl.
|
|
Styrktarbitar eru fleiri og staðsettir í mörgum tilfellum þar sem björgunarmenn vilja helst komast að hinum
fórnarlambinu. |
Eins og áður sagði verðum við með tilboðsverð á breytingum á Holmatro tækjum yfir í CORE kerfið og hvetjum menn til að hafa
samband við okkur ef áhugi er á að breyta yfir í þetta byltingarkennda slöngukerfi.
Meðfylgjandi eru upplýsingar um nýjungar frá Holmatro, þær eru einnig hér
Með bestu kveðju.
Ólafur Gíslason & Co hf.
Eldvarnamiðstöðin
32ÁR Í ÞJÓNUSTU SLÖKKVILIÐA