Holmatro stoðbúnaður til Slökkviliðs Akureyrar

Slökkvilið Akureyrar fékk nú í febrúar og mars Holmatro Power Shore stoðbúnað af svipaðri gerð og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk fyrir rúmu ári síðan.

Búnaðurinn samanstendur af sjálfvirkum stillitjökkum, handdælu, mismunandi framlengingum frá 125mm til 1500mm, millistykkjum og svo mismunandi endum þ.e. kross, stuðningsplötu, snúningsendum margskonar og svo beltum til stekkingar. Þessi búnaður er ekki bara til notkunar við rústabjörgun eða tryggingar í húsum og híbýlum heldur mikið við vinnu við blílflök þar sem verið er að klippa.

Að auki fengu þeir SEP 5 sett af hlífum til að setja yfir hvassar brúnir og sérstakan enda á Holmatro tjakk sem þeir áttu fyrir til að lyfta bifreiðum með því að nota tjakkinn á felgu.

Ætlun okkar er að kynna frekar þennan búnað með dreifibréfi til slökkviliðsstjóra nú á næstunni. Eins höfum við hug á að senda upplýsingar til björgunarsveita.


Meira um Holmatro