Í dag var kennt á slökkvibfreiðina á Egilsstaðaflugvelli

Hún er komin á Egilsstaðaflugvöll og fór kennsla fram í dag á bifreiðina. Vel gekk og fór allt samkvæmt áætlun. Hér er sprautað úr báðum byssum

Benjamín Vilhelmsson kenndi starfsmönnum Flugstoða og liðsmönnum Brunavarna á Héraði handtökin en bifreiðin er mjög einföld í notkun og reyndist búnaður vel. Ekið var um brautina og úðabyssur prófaðar eins og sést á myndinni. Hér er hún fyrir utan flugvallarbílageymsluna





Bifreiðin er mjög glæsileg og er að sama skapi mjög fullkomin. Mjög auðvelt er að vinna vð hana og t.d. við húsabruna er innsetning dælu og koma vatni á stút hvort sem er á lágþrýsting eða háþrýsting mjög fljótlegt.

Fyrir utan flugstöðina á Egilsstöðum

Hér stendur bifreiðin fyrir utan flugstöðina en eftir á að merkja bifreiðina Flugstoðum og Brunavörnum á Héraði. Þegar þessi bifreið verður tekin í notkun fer Rosenbauer MAN bifreiðin sem fyrir var á vellinum til Vestmannaeyja. Sú bifreið var einnig seld af okkur og hér getið þið fræðst frekar um hana. Eins má lesa meira um nýju bifreiðina  hér.