Í heimsókn hérlendis er nú hópur rúmlega 50 Norðmanna á vegum

 
Í heimsókn hérlendis er nú hópur rúmlega 50 Norðmanna á vegum fyritækis sem er í eigu norsku tryggingarfélaganna. Þetta fyrirtæki sér um og útdeilir búnaði til slökkviliða til að þau geti fengist við verðmætabjörgun. 

Fyrirtækið Egenes Brannteknikk hefur byggt yfir flestar þær bifreiðar og innréttað flesta gáma sem þetta fyritæki hefur útdeilt. Í för með hópnum er Stein Egenes en hann er framkvæmdastjóri Egenes Brannteknikk og okkar samstarfsaðili í Noregi. 

Hér á landi er einn slíkur gámur byggður af E.B. og er  geymdur hjá SHS á stöðinni í Hafnarfirði. Í gámnum er staðlaður búnaður eins og rafstöðvar, yfirbreiðslur, þurrkarar ofl. ofl. eða það sem þarf til að bjarga verðmætum í slökkvistarfi eða eins og gárungarnir segja að bjarga undan slökkviliðinu.

Í gær eftir hádegi var hópurinn í heimsókn hjá SHS í Hafnarfirði og fékk þar kynningu sem Jón Friðrik Jóhannsson og Höskuldur Einarsson stóðu að. Á eftir kynningu var stöðin skoðuð og búnaður. Við þökkum SHS fyrir frábærar móttökur og kynningu.

Hópurinn mun svo á morgun heimsækja Brunamálastofnun ríkisins.
 

 
 

 

   


Hér er mynd af yfirbyggingu sem er sambærileg við gámana en þetta er yfirbygging byggð með þessari svokölluðu samlokuaðferð.

 

 


Hér er samskonar bíll en kominn með guluna en þróun hefur verið í þá átt að slökkvi- og björgunarbifreiðar séu sprautaðar gular.