Í síðustu viku fékk Slökkvilið Akureyrar sérbyggðar dælur til að dæla

Í síðustu viku fékk Slökkvilið Akureyrar sérbyggðar dælur til að dæla annars vegar eldfimum vökvum og hins vegar eitruðum vökvum. Þetta eru tvær dælur og við dælurnar er notaður einn mótor. Með fylgja síur og slöngur til að dæla frá. Þetta eru sams konar dælur og slökkvilið í Evrópu nota við spilliefnaupphreinsun.

 

Þetta er önnur dælan sem við seljum af þessari gerð en hin fór til SHS árið 2004.