Í síðustu viku var kennsla í tjöldun Trelltent tjalda

Kennd var tjöldun í síðustu viku á Slökkvistöðinni í Hafnarfirði og komu leiðbeinendur frá Trelleborg í Svíþjóð en það voru þeir Thomas Gilbert og Christer Fritze. Þó nokkrir mættu til leiks þ.e. frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Slökkviliði Akureyrar og eins komu tveir frá Brunavörnum Suðurnesja og Slökkviliði Keflavíkurflugvallar.Þeir sem sátu kennsluna

Fyrirtækið Trelleborg var kynnt en þar starfa í fimm fyrirtækjum 22.000 manns og er fyrirtækið um 100 ára gamalt. Veltan er um 2,5 milljarðar Evra. Hlutverk þess fyrirtækis sem leiðbeinendurnir komu frá er framleiðsla eiturefnabúnina, köfunarbúninga og tjalda. Framleiðslan  er í Svíþjóð, Litháen og Hull í Bretlandi og svo eru söluskrifstofur víða.Einnig framleiða þeir  börur fyrir björgunarsveitir. dýnur og þéttibúnað fyrir  aðra framleiðendur.

Víking köfunarbúningarnir eru upprunalega frá Noregi en fyrirtækið var keypt af Trelleborg. Búningarnir eru fyrir sportköfun, her, björgunarsveititog aðra atvinnumenn. Framleiðsla tjalda hófst fyrir sænska herinn. Það voru sjúkratjöld. Tjöldin hafa verið seld víða um heim til ýmissa nota eins og fyrir almannavarnir, í leiðangra, í fjallgöngur og fyrir björgunarsveitir. Sjá upplýsingar um tjöldin.

Skoltjaldið risiðTjöldin eru reist á 5 mínútum. Þau vega 3 kg/m2. Þau eru létt og endingargóð. Þau eru hálfhringslöguð og braggalagið gerir þau sterkari í vindi.Þau þola talsvert vindálag. Kostir er uhreint umhverfi, heildarlausn, fyrirferðalítil í umbúðum, langur líftími, stöðug og til í minnst 10 mismunandi útfærslum.

Efnin eru brædd saman. Loftbitar eru fastir vð tjalddúkinn. Ef loftbitar leka er hægt að fá lausa bita meðan gert er við hina. Standa í viku án þess að bæta lofti í. Ekki þörf á að bæta lofti eða taka loft  þrátt fyrir umhverfisáhrif. Áfast gólf og hægt að fá dúk yfir til að varna óhreinindum.

HitarinnRennilásar eru á hurðaropnun og endum. Hægt er að fá nokkurs konar fortjald. Gluggar eru með hlerum. Sérstök stög. Tengingar fyrir hita eða loftkælingu og rafmagnslagnir. Hæð er 2.6 m. að bita. Heildarhæð er 2,7 m.

Hægt er að fá léttari gerðir en þessar venjulegu en þær eru braggalaga og þaklaga. Gluggar eru á þaki en þessar gerðir hafa verið seldar til slökkviliða og almannavarna.

Margskonar aukabúnað er hægt að fá eins og fortjöld, tengingar, gólfábreiður, innri dúk á hliðar og loft til einangrunar, loft dreifirör, viftur, fótdælur, plastkeðjur með S krókum, hamra, tjaldhæla, viðgerðarsett, stög, belti til að hengja á og sér loftbita vegna viðgerða.

Skoltjöld fást af fleiri gerðum en þessum sem nú voru keypt en helstu upplýsingar um hinar gerðirnar eru.  DC100 hefur 9 skolstútar, tvö afföll og inn og útgang. DC200 er 50% stærra og 0.2 m hærra. DC400 er í stuttu máli tvö DC200 tjöld. Þessi skoltjöld eru reist með loftflöskum. Sjá upplýsingar.

Tjöldun í fullum gangiSkoltjöldin 1/2 DS anna 90 manns á klst. þ.e. miðað við 4 mín á mann. 6 manns komast að í einu í einu. Pláss er fyrir börur. Tjöld fyrir framan og aftan eru til að klæða sig og afklæða. Í botn skoltjaldsins safnast spillt vatn saman og er dælt i burtu með lensidælu.

Í öllu kerfinu er öflugur sjálfstæður hitari sem brennir olíu og annar hann tveimur blásurum ásamt því að hita vatn í skolsturtur. Hitarinn afkastar allt að 3000 l. af vatni en dælan annar 5000 l. af vatni

Séð eftir endurlöngum tjöldunum Eiturefnabúningar eru til af nokkrum gerðum með mismunandi þol gagnvart eiturefnum. Gerðirnar eru Super úr Viton og Butyl gúmmíefnum og er það algengasta gerðin hérlendis. VPS gerðin sem lítið er af hérlendis. HPS úr Viton efnum en örfáir slíkir eru hér á landi. TLU gerðin er þessi svo kallaða eins nota gerð og eru nokkrir slíkir hérlendis. Þeir eru bara til í lokaðri gerð. Að lokum er það Light gerðin sem er í fiskiskipum og frystihúsum hér. Sjá upplýsingar um eiturefnabúninga.

Allar gerðirnar hafa viðurkenningu samkvæmt EN 943-2

Eins og þekkt er eru tvö snið þ.e. það Skandinavíska þar sem reykköfunartækin eru borin utan á búningunum. Sú gerð nefnist T en hin gerðin þar sem tækin eru inni í búningnum nefnist TE.

Allt uppkomið Helsti munur á milli sniða er að betra útsýni er úr T gerðinni. Eins þægilegri við þröngar aðstæður, að fara í og úr og að endurnýja loft. Lokaða gerðin TE ver betur reykköfunartækin.

Hægt er að fá yfirföt fyrir kuldaaðstæður og ef köld efni skella á viðkomandi. Notkunarsvið er –40°C til 0 °C.

Til eru nokkrar gerðir af skvettubúningum eins og Splash 600 fyrir t.d. aðstoðarmenn sem og Splash 900 sem eru með bayonet hönskum. Eins fyrir þá sem eru fyrir utan.

Síðasta gerðin er Splash 1000 fyrir sömu aðila.

Sjá myndir frá kennslu og uppsetningu tjaldanna.