Íslendingar eru bestir

Var að lesa Brandvæsen Nr. 7 sem kom nú út í september en þar er grein um kaup Dana á Holmatro björgunarbúnaði.
Á forsíðu blaðsins er mynd af varnarmálaráðherra Dana Sören Gade þar sem hann heldur á Holmatro klippum með Core vökvaslöngu.

Þar kemur fram að Danir hafa keypt fyrir um 3,4 milljónir danskra króna Holmatro búnað til notkunar í Afganistan og á Balkanskaga fyrir friðarsveitir þeirra þar.

Þetta eru um 40 sett. Varnarmálaráðherran hefur sjálfur prófað klippubúnað með því að klippa bílflak í Kosovo.

Grein úr danska tímaritinu Brændvesen

Til gamans má geta þess að við seldum til Kosovo til okkar sveita þar Holmatro sett sem saman stóð af dælum, klippum, glennum og tjökkum áður en Danir komu þar að.

Það var ástæðan fyrir fyrirsögninni en framtak Dana lofsvert og eðlilega velja þeir besta búnaðinn..