Keflavíkurgangan í dag

Slökkviliðsmenn Brunavarna Suðurnesja ganga í dag til Keflavíkur til stuðnings félaga sínum. Þeir voru brattir þegar þeir voru að leggja í hann í morgun um 10 leytið. Hópurinn klár í slaginn



Þeir voru vel gallaðir í göllum frá okkur og með Scott reykköfunartækin á bakinu svo ekki verða þeir loftlausir sem gæti verið hættan með aðrar gerðir. Eins eru þeir vel varðir ofan frá með Carns hjálmana sína hverju svo sem þeir eiga von á þaðan.  Hér má sjá myndir af undirbúningi og byrjun göngunnar.




Þeir gera ráð fyrir að ganga í þurru því þeir slepptu að vera í stígvélunum. Þeir gera ráð fyrir að gangan taki um 5 til 6 tíma. Við óskum þeim alls hins besta og framtak þeirra er loftsvert. Lesa má um söfnunina hér og við hvetjum alla sem geta að hjálpa til. Margt smátt gerir eitt stórt.

Við vorum aðeins seinni en Víkurfréttir með fréttina en þeirra frétt getið þið lesið hér.