Kolsýrlingsskynjarar

Við vekjum athygli á að við eigum nú til á lager kolsýrlingsskynjara (carbon monoxíð) frá EI. En það er einmitt sami framleiðandi og selur okkur reykskynjara. EI kolsýrlingsskynjarar ganga fyrir rafhlöðum og eru með prufuhnappi, sjálfvirkri endurstillingu og minni.

Endurstillingin virkar þannig að ef skynjarinn nemur lítilsháttar kolsýring (innan hættumarka) endurstillir hann sig sjálfur nokkrum mínútum eftir að kolsýringurinn hverfur úr andrúmsloftinu. Minnið gerir húseiganda kleyft að sjá hvort skynjarinn hafi numið kolsýring og í hvað miklu magni, frá síðustu endurstillingu. Mjög hentugt til að sjá hvort skynjarinn hafi numið kolsýring í fjarveru þinni.




Helstu notkunarstaðir kolsýrlingsskynjara er í húsum þar sem einhverskonar bruni á sér stað, t.d. þar sem er arinn, kamína eða hitun með gasi.

Kærkomin og nauðsynleg viðbót í skynjaraflóruna.

Einnig eigum við til kolsýrlingsnema á spjaldi. Þetta er einfaldur skynjari sem er á litlu spjaldi sem breytir um lit ef kolsýringur finnst í loftinu. Ódýrt en getur bjargað mannslífum.

Vinsamlegast leitið upplýsinga.