Kolsýrutækin, neyðarljósin, keðjustigar og brunaslöngur

Loksins eru ódýru kolsýrutækin, neyðarljósin, keðjustigarnir og brunaslöngurnar komið inn á lager og tilbúið til afgreiðslu. Öll verð standast sem fram hafa komið í fréttum undanfarið.

Í öruggum höndum fyrsta tækið



Með því að smella á myndina má lesa frekar um kolsýrutækin en við viljum vekja athygli þjónustuaðila og eins kolsýrutækjaeigenda á að all mikið er um gömul kolsýrutæki í umferð sem verið er að þrýstiprófa á 5 ára fresti með miklum tilkostnaði eða um kr. 5.552 hjá okkur en ný tæki þarf ekki að þrýstiprófa fyrr en að 15 árum liðnum og þá á 5 ára fresti. Fyrir utan það að erfiðara og erfiðara er að útvega varahluti í gömul tæki.

Við bjóðum einstakt verð á fyrstu 200 tækjunum eða  kr. 11.159 með VSK. Þau kolsýrutæki sem næst þessu verði koma hjá okkur eru á kr. 26.326 með VSK.







Allar frekari upplýsingar um neyðarljósin má lesa um með því að smella á myndina. Verðið á einna peru ljósinu LX-601 sem við erum að fá en það er með álímdum miða með hlaupandi manni og hurð er kr.  6.785 en sú gerð sem við vorum með fyrir sambærileg var komin í kr. 11.310. 40% lækkun á verði.




Nýkomnir
Frekari upplýsingar um keðjustigana má lesa með að smella á myndina. Þessir stigar á mun betra verði en þeir sem við erum með fyrir en eru ekki á neinn hátt síðri og eru viðurkenndir og CE merktir. Staðallinn nefnist  ZH 1/368:1998.

Verð á 2 hæða stiga kr. 10.063
Verð á 3 hæða stiga kr. 17.230




 
45 mm eða 1 3/4" slöngur

Við fengum um leið brunaslöngur fyrir slökkvilið, verktaka og alla þá sem vilja vandaðar slöngur. Um slöngurnar má lesa með því að smella á myndina en það verður að segjast eins og er að hér eru einstaklega gæðamiklar og vandaðar slöngur boðnar. Ásetning tengja er sérstaklega vel frágengin eins og sjá má á myndunum sem við tókum af þeim í kössunum. Sjá myndir af fleiri gerðum.