Venjulegur eða yfirþrýstingur. 200 eða 300 bar. Einn eða tveir stál eða léttkútar. Ýmsar útfærslur
á viðvörunarflautu, hraðaáfyllingu, aukatengingu og þrýstimæli og búnaði.
Hægt er að hafa viðvörunarflautu nálægt eyra (AirMaXX-S), aukaúttak eða tengi fyrir aukagrímu
(AirMaXX-Z) og eins er hægt að fylla á kút með hraðfyllingarbúnaði (45 sek) meðan tækið er í notkun
(AirMaXX-Q).
AirMaXX hefur hlotið the RedDot hönnunar verðlaunin árið 2001. Þessi verðlaun eru veitt af
Hönnunarmiðstöðinni í Nordrhein-Westfalen og varð dómnefndin að velja úr 1.523 vörum frá 24 löndum.
AirMaXX bakplatan er stillanleg í þrjár lengdir til að falla vel að baki notanda og eins er mjög
auðvelt að stilla ólar og belti en þessi búnaður er mjög sveigjanlegur. Að skipta um loftkút er gert mjög auðvelt með smellu og
rennu búnaði.
AutoMaXX lungað með mismunandi litum hnöppum sem eru það stórir að eiga má við með
hönskum. Sjálfvirkni frá fyrsta andardrætti.
Ultra Elite og 3S. Mismunandi grímur úr sílikoni eða gúmmíi, tvær stærðir,
polycarbonate gler og TPE nefmaski. M.a. festingabönd úr Nomexi. Festingar á hjálma.
ICU Þrýstimælirinn eða stýribúnaðurinn sýnirog reiknar út hve lengi loftið endist
miðað við notkun. Hljóðmerki ef þrýstingur dettur niður fyrir 150, 100 eða 60 bar. Gefur eins hljómerki ef viðkomandi hreyfist ekki í 20
sek. Eins er hægt að gefa hljómerki handvirkt. Stór hnappur gefur möguleika á að lesa þrýsting, um hve mikið loft er eftir og hitastig.
ICU búnaðurinn geymir allt að 30 aðgerðir og sem lesa má af með hugbúnaði þráðlaust. Um leið og opnað
er fyrir loftkút fer búnaður í gang. Til að geta lesið þrýsting strax er einnig venjulegur mælir.
Þessi tæki eru frekari þróun Auer reyköfunartækjanna.
Lesið bæklinginn
AutoMaXX Lunga
AirMaXX Reykköfunartæki