Ágæti viðtakandi
Málefni: Kynning á Peli ljósum og öðrum búnaði fyrir
björgunarsveitir, slökkvilið og sjúkraflutningsaðila.
Við bjóðum nokkrar gerðir vandaðra ljósa og er
meðfylgjandi bæklingur yfir helstu gerðir eins og Peli sem eru vatnsvarin ljós einstaklega vönduð. Notuð m.a. af slökkviliðum
(reykköfurum), köfurum, björgunarsveitum ofl.
Peli Products framleiða gífurlegt úrval ljósa í hæsta
gæðaflokki. Flest allar gerðir eru vatnsheldar og hafa viðurkenningu sem sprengifríar eða neistafríar samkvæmt ATEX II 3.
Þau ljós sem við höfum lagt áherslu á eru Xenon ljós en þeir
framleiða einnig LED ljós. Þau eru mun dýrari allt að tvöfalt dýrari, en þeir kynntu nú nýjung í gerð LED ljósa. LED
ljós hafa verið punktljós og ekki dregið mjög langt þ. e. með dreifðan geisla. Þeir hafa nú komið fyrir spegli sem endurkastar geislanum og
nær hann þá lengra. Við munum verða með LED ljós á lager ef eftirspurnin verður slík
Eins verður hægt að velja um LED eða Xenon í framtíðinni. Sérstök
áhersla verður lögð á ennis og höfuðljós en þau verða mjög athyglisverð með t.d. rofa sem stillir afköst 100, 50 eða 25%.
Sumar gerðir bæði með LED perur og Xenon. Heimasíða Peli Products er www.peliproducts.com
Við eigum mjög vandaðan bækling frá Peli þar sem fram koma frekari og nákvæmari
upplýsingar um þær gerðir ljósa sem þeir framleiða. Sé þess óskað mum við senda ykkur slíkan
bækling.
Eins viljum við vekja athygli á Nite ljósum sem eru öflug
leitarljós sem við höfum selt hérlendis um 12 ára skeið. Beintengd 12V eða með hleðslurafhlöðum. Sjá heimasíðu okkar www.olafurgislason.is
Frá Panasonic bjóðum við ykkur þrjú ljós í
pakka gúmmíklædd vatns og skvettuvarin með rafhlöðum á frábæru verði. Golight ljóskastarar á
bifreiðar fjarstýrð 12V 50W eða 100.000 cp. Eigum á lager tvær gerðir gerðir. Verð er frá 27.440 m/VSK.
Einnig erum við með Holmatro björgunartæki
sem eru til notkunar við björgun úr bílslysum, húsarústum eða við hverskonar aðstæður þar sem bjarga þarf fólki eftir
slys en Holmatro er einn stærsti framleiðandi björgunartækja í heiminum í dag og er leiðandi á þessu sviði.
Hér á landi hafa Holmatro björgunartæki verið í notkun í 25 ár. Holmatro búnaður er
í notkun á eftirfarandi stöðum, Reykjavík, Hafnarfirði, Akranesi, Borgarnesi, Ólafsvík, Stykkishólmi, Patreksfirði, Ísafirði,
Bolungarvík, Sauðárkróki, Siglufirði, Dalvík, Akureyri, Eskifirði, Kirkjubæjarklaustri, Vestmannaeyjum, Hvolsvelli, Selfossi, Hveragerði,
Keflavík, Keflavíkurflugvelli, Brunamálastofnun ríkisins, Almannavörnum ríkisins, Alcan í Straumsvík og svo í ýmsum veggöngum
eins og Hvalfjarðargöngum og Fáskrúðsfjarðargöngum. Á nokkrum stöðum er í notkun fleiri en eitt sett og eins er stoðbúnaður
Holmatro Powershore á nokkrum stöðum.
Holmatro stoðbúnaðurinn er til notkunar við rústabjörgun, til
tryggingar í húsum og hýbýlum og við klippivinnu í bílflökum. Búnaðurinn samanstendur af stillitjökkum (sjálfvirkum eða
ekki, loftstýrðum eða vökvastýrðum), handdælu, mismunandi framlengingum frá 125mm til 1500mm, millistykkjum og svo mismunandi endum þ.e. krossum,
vinklum, kónískum, hvössum, stuðningsplötum, snúningsendum margskonar og svo beltum til strekkingar. Heimasíða Holmatro er
www.holmatro.com
Við erum einnig með stoðbúnað af annarri gerð mjög svo öflugan frá Cepco
Tool Company. Við bjóðum við margs konar stoðir, stuðningsfætur, tjakka, keðjur, bönd, króka og hausa til notkunar við að
tryggja og skorða af t.d. bifreiðar eftir ákeyrslu eða útafkeyrslu. Eins til að tryggja vinnu við önnur björgunarstörf, rústabjörgun
eða þess háttar björgunarstörf. Heimasíða þeirra er www.res-q-jack.com
Frá Pacific Emergency Products í Kanada
höfum við boðið töskur og poka fyrir sjúkralið, björgunarsveitir, slökkvilið og neyðarsveitir. Slökkvilið
Höfuðborgarsvæðisins, Akureyrar, Skagafjarðar og sjúkralið á Norðaustur og Austurlandi þekkja vel þessar töskur og poka.
Heimasíða þeirra er www.pacsafety.com
Athygli er vakin á BurnRelief bruna eða
kæligeli sem við erum með á lager í tveimur stærðum þ.e. töskum með mimunandi umbúðum. Kælir, er óviðloðandi,
slær á sársauka og stöðvar framvindu bruna.
Frá Bandaríkjunum bjóðum við
ProLite bakbretti, hálskraga, ólar og eins svo nefnt SpeedBoard sem er notað til þess að stífa efri hluta
líkamans. Heimasíðan er www.prolitespineboards.com en þar er hægt að sjá myndir
og upplýsingar af ýmsum öðrum gerðum bretta sem þeir bjóða. ProLite bakbrettin eru í slökkvibifreiðum
Flugmálastjórnar, á flugvöllum, hjá björgunarsveitum og í sundlaugum um land allt. Þeir bjóða einnig minni bretti fyrir litla
fólkið, sleða og flotbretti.
Pensi sjúkrabörur en þessar börur kynntum við fyrst á
árinu 2001 m.a. hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og Akureyrar. Börurnar eru finnskar og eru fyrstu viðurkenndu fjögurra festipunkta
börurnar. Við kynningu hér í Reykjavík nýttum við okkur aðferð sem fólst í kynningu og kennslu á börurnar og að
því loknu var lagður spurningalisti fyrir viðkomandi vakt. Útkoman var nokkuð góð miðað við þann stutta tíma sem kynningin
tók. Börurnar eru víða notaðar á Norðurlöndum , í Evrópu og Asíu. Heimasíðan er www.pensi.fi Við erum með börur hér hjá okkur til sýnis og prófunar.
Við biðjumst velvirðingar að senda ekki frá okkur bæklinga
með bréfi þessu en ef þið hafið áhuga getum við sent ykkur slíka bæklinga. Mjög greinagóðar upplýsingar eru á
netinu, ásamt myndum. Veffang okkar er www.olafurgislason.is en þar finnið þið frekari upplýsingar undir
slökkvilið, sjúkrabílar og búnaður, ljós ofl.
Með bestu kveðju.
Ólafur Gíslason & Co hf.
Eldvarnamiðstöðin
31 ÁR Í ÞJÓNUSTU
SLÖKKVILIÐA