Kynning á Res-Q- Jack stoðum og stuðningsbúnaði við björgunarstörf.

Frá Cepco Tool Company getum við nú boðið margs konar stoðir, stuðningsfætur, tjakka, keðjur, bönd, króka og hausa til notkunar við að tryggja og skorða af t.d. bifreiðar eftir ákeyrslu eða útafkeyrslu. Eins til að tryggja vinnu við önnur björgunarstörf, rústabjörgun eða þess háttar björgunarstörf.

Mismunandi sett af stoðum er hægt að fá sem eru þá með mismunandi fjölda af stoðum. Vinsælast er sett með þremur stoðum. Eins sett með tjakki og þremur stoðum. Mismunandi gerðir endahausa (með 45°fleti, 90°vinkil, U laga og með brodda). Keðjur og krókbúnaður. Kerfið er byggt upp á mjög svo einfaldan hátt. Stoðir stilltar og festar með meðfylgjandi beltum, strekkjarabeltum, hausum, keðjum, krókum eða mismunandi krækjum. Þol stoðanna er 6,4 tonn (óútdregnar) en útdregnar 4,3 tonn sem er meira þol en aðrar stoðir hafa á markaðnum. Hver stoð er um 107 sm + 107 sm. og vegur hver stoð ásamt fylgibúnaði 14 kg. Tjakkur þolir um 2 tonn í 180 sm. hæð og hann vegur með tilheyrandi búnaði 23 kg. Tjakkurinn hefur mjög fínar hreyfingar og hægt að stilla mjög nákvæmlega.

Öll slökkvilið landsins vantar búnað sem þennan og höfum við því þegar gert pantanir á settum sem framleiðandi mælir með og kemur sendingin til landsins í byrjun næstu viku. Við höfum þegar selt hluta sendingarinnar en það var að beiðni slökkviliða að við hófum þennan innflutning eins og oftast með þann búnað sem við bjóðum.

Þær gerðir sem framleiðandi mælir með en nefnum hér á eftir þær gerðir setta sem við erum að fá á lager.

RJ3-3AS sett með þremur stoðum ásamt mismunandi hausum. Tvö belti á hverri stoð ásamt strekkjarabelti.

RJ3-2AS1JS sett með þremur stoðum og einum tjakki ásamt mismunandi hausum. Tvö belti á hverri stoð ásamt strekkjarabelti. Framlengingar 46, 91, 61 sm. langar. Ætlaðar fyrir tjakkinn. 

SLING8 er keðja sem er 43 hlekkir 5/16 um 120 sm. á lengd með 10 sm. króki. Á hinum endanum eru fjórar mismunandi gerðir af krækjum. 

CLUSTER er sett af þremur mismunandi krækjum eins og eru í SLING8. 

Eins eru væntanleg sett með fjórum stoðum og tveggja stoða sett.


Mikið af aukabúnaði er fáanlegur eins og styttri stoð sem er 61 + 61 sm. að lengd (RJ3-SAS), hurðatjakkur (61 til 152 sm.) milli hurðastafa (RJ3-RAM) 2ja tonna átak, tjakkur (RJ3-JACK), RJ-3 framlengingar, belti, strekkjarabelti, krækjur, krókar, keðjur (CAIN8016). Krókar á keðju til festingar við botnplötu (CSTRAP), fleinar til að reka í jörðina (STAKE 1 og 2), festingar fyrir t.d. viðarstoðir (W1BASE og W1COMBO) ofl. ofl.





  Við bjóðum fyrstu settin á kynningarverði. Hringið eða sendið fyrirspurn og fáið upplýsingar um kynningarverðið.