Undanfarna daga hefur farið fram kynning á Pensi sjúkrabörum hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og
Brunavörnum Suðurnesja. Rauði kross Íslands hefur fest kaup á tveimur börum ásamt sleðum sem setja á í tvær
sjúkrabifreiðar til reynslu
Pensi 2000 börurnar uppfylla EN staðla að öllu leyti og eru útbúnar á mismunandi gerðir sleða eða palla til festingar í
sjúkrabifreiðum. Þessar börur eru m.a. notaðar í Finnlandi þaðan sem þær eru ættaðar, Svíþjóð, Noregi,
Danmörku, Þýskalandi og víðar utan Evrópu.
Sú gerð af sleða eða hleðslupalli sem er hér til reynslu er færanlegur til hliðar og hallalegur svo auðveldara er að renna börunum inn og
út.
Börurnar eru auðvita mjög frábrugðnar þeirri gerð sem hefur verið í notkun hérlendis enda um aðra hönnun og hugsun að ræða.
Börurnar eru mjög vinnuvænar og er ætlunin með þessari kynningu að leyfa notendum að komast að að svo sé.
Það nýjasta er að hægt er að fá sérstakan hjólabúnað til að ferðast með börurnar niður tröppur. Að auki er
breytt útlit þær eru gular en bygging og samsetning rammar er gerð á anna hátt. Festiólar eru af annarri gerð og fleiri möguleikar á
dýnum.
Börurnar eru fjölhæfar, auðveldar í notkun, minnkar þörf á að bera sjúklinga þar sem hægt er að keyra hann frekar á
hjólum. Fyrstu viðurkenndu fjögurra festipunkta börurnar. Uppfylla allra nýjustu kröfur.
Grindur og botnaplata eru úr glertrefjum. Börurnar eru léttar og meðfærilegar. Sterkar að auki. Stillanleg staða fyrir fætur og efri
líkama. Gasdemparar. Stillanlegar fyrir þann sem vinnur með þær. Ólar fyrir sjúkling, hliðargrindur, formaðar hlutaðar dýnur, auka
handföng og stöng fyrir vökva.
Það er ekki þörf á því að flytja sjúkling frá einu flutningstæki til annars sökum þess að öll
þrep í meðhöndlun sjúklings er hægt að framkvæma á þessum fjölhæfu sjúkrabörum. Hægt er að skorða
sjúkling niður og einnig að nota börurnar sem stól. Ef þörf krefur getur einn maður meðhöndlað sjúkling á börunum.
Þessar fjölnota sjúkrabörur eru auðveldar í notkun. Lyftibúnaður er léttur og meðfærilegur og hjálpa gasdemparar
þar til. Sjúkrabörurnar eru stöðugar á öllum sviðum og stór hjól auðvelda alla hreyfingu á misjöfnum flötum. Þegar
börurnar eru notaðar í uppréttri stöðu (sem stóll) er hægt að nota þær til flutninga í lyftum og þröngum
stigagöngum.
Vegna þess hve börurnar eru lágar þegar notaðar til flutnings á jörðu gefur það sjúklingnum aukið öryggi og eykur
stöðugleika sjúkrabaranna.
Hleðslupallar eru af ýmsum gerðum til að auðvelda að setja börurnar í eða taka úr sjúkrabifreið. Sterkir og stillanlegir
eftir hæð gólfs og auðveldar í notkun.
Grindurnar leiða ekki rafmagn og eru þess vegna öruggar þegar raftæki eru notuð.
Hér eru nokkrar myndir frá kynningu í Keflavík
Frekari upplýsingar um Pensi