Landsbjörg fær Trelltent tjöld

Fyrir stuttu fengu tvær sveitir innan Landsbjargar Trelltent tjöld. Önnur sveitin var Björgunarsveitin Suðurnesjum en hin Hjálparsveit skáta í Reykjavík. Kassar með tjöldum bíða afgreiðslu. Allt enn á rúi og stúi á lagernum hjá okkur eftir flutninginn


Tjöldin eru af gerðinni Trelltent frá Trelleborg. Sú gerð sem Björgunarsveitin Suðurnesjum fékk er af gerðinni TT3/4 sem er 37m2 tjald með fjórar dyr. HSSR fékk samskonar tjald þ.e. jafn stórt en af gerðinni TT3/2 sem þýðir að þeirra tjald er með tveimur dyrum.




Tjöldin eru með Almannavarnarmerki á hliðum og merkt sveitunum líka og eru þau merki fest með frönskum rennilás. Bæði tjöldin eru appelsínugul eða í almannavarnarlitnum. Allur búnaður fylgdi tjöldunum.
Bifreið frá HSSR að sækja tald

Fyrir á Björgunarsveit Suðurnesja tvö tjöld. Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins og Slökkvilið Akureyrar eru með nokkur tjöld sem þau fengu á síðasta ári en einnig eru tvö tjöld á Keflavíkurflugvelli. Öll þessi tjöld má tengja saman þar sem þau eru af sömu gerð.

Hér má lesa frekar um Trelltent tjöld.

Til hamingju Landsbjörg.