Landsvirkjun fær geymsluskápa og ílát fyrir spilliefni

Við höfum byrjað samstarf við fyrirtækið Asecos en frá þeim fáum við margskonar eldtraust ílát , eldtrausta geymsluskápa og annað fyrir spilliefni og annan hættulegan varning. Eldtraustur skápur með opnar hurðar


Nú í vikunni fékk Landsvirkjun eldtraustan skáp og tunnur og ker með grindum fyrir m.a. olíutunnur en við höfum áður selt slíkan búnað til Landsvirkjunar. Við áttum áður samskipti við Tree Com í Belgíu en þeir hafa selt þessa starfsemi til Asecos í Þýskalandi. Þaðan fáum við ýmsan búnað sem er upprunnin í Evrópu eða Bandaríkjunum.

Að þessu sinni fékk Landsvirkjun eldtraustan skáp með hillum og hillu með grind þar sem spilliefni geta fallið í. Sérstök lokun er á hurðum og hvor hurð fyrir sig er læsanleg. Góðar þéttingar eru á hurðum svo skápur er loftþéttur.




Tunnur sem taka 57 lítra



Sérstakar tunnur úr plasti sem taka um 57 l. með loki sem lyft er með ástigi. Sérstaklega gert fyrir tuskur og aðrar þurrkur sem notaðar eru í að þurrka upp eldfima vökva.




Kerin uppstöfluð á lager hjá okkur




Löng ker með grindum þar sem t.d. 200 l. olíutunnur standa á og má þannig koma í veg fyrir leka frá tunnunum. Kerið er úr harðplasti (PE) og grindur einnig. Hvort ker tekur fjórar tunnur og rúmast um 225 l. í hvoru keri. Stærðin er 2395 x 815 x 350 mm og gert fyrir flutning með lyftara.

Mjög greinagóðar upplýsingar eru á heimasíðu Asecos sem þið getið skoðað hér.