Langanesbyggð kaupir slökkvibifreið

Í gær var undirritaður samningur við Langanesbyggð um FLF 3000/300 Renault Midlum 16 tonna 4x4 sídrifs slökkvibifreið sem byggð verður hjá Wawrzaszek í Póllandi. Bifreiðin er með 280 hestafla vél og Allison 5 gíra sjálfskiptingu. Bifreiðin verður byggð sem húsabruna og flugvallaslökkvibifreið til að þjóna einnig á flugvellinum á Þórshöfn. Þetta er bifreið sem hentar fyrir mörg sveitar og bæjarfélög. Undirvagn er 16 tonna og togar vélin 1050 Nm miðað við 1500 snúninga. Allison sjálfskipting. Bifreiðin er um 20 sek að ná 65 km. hraða.

Í bifreiðinni er 3.000 l. vatnstankur og 300 l. froðutankur en einnig er 135 kg. dufttankur með slöngu og slönguhjóli.

Svona bifreið með 3.000 l. vatnstank er fullestuð þ.e. tilbúin í útkall um 14 tonn og er þá um 20 hestöfl á tonnið sem er eins og áður mjög gott.  Þá er allt með talið mannskapur og allur búnaður.
Björn Ingimarsson sveitastjóri, Sigurður IHermannsson umdæmisstjóri, Jón Baldvin Pálson framkvæmdastjóri og Benedikt inar Gunnarsso frá Ó.G. & Co hf.

Bifreiðin er með tvöfalt áhafnarhús fyrir allt að 6 manns þar af 4 í reykköfunarstólum. Skápar eru sjö í yfirbyggingu. Húsið og yfirbygging er upphitað og yfirþrýst  með olíumiðstöðvum. Í húsi er stýrbúnaður fyrir úðabyssu á þaki. Nægt pláss í yfirbyggingu fyrir brunaslöngur, úðastúta, öll nauðsynleg áhöld og björgunartæki í yfirbyggingu. 9 m. brunastigi og sogbarkar ásamt sigti á þaki.


Brunadælan er 3.000 l/mín við 8 bar og 150 l/mín við 40 bar. Háþrýstikefli eru tvö með 3/4" 90 m. slöngum. Stór hluti stýribúnaðar við dælu er loftstýrður. Inntök 2 x 4" Úttök eru 4 x 2 1/2". Inntak á vatnstank 1 x 3". Froðutankur 300 l. en froðukerfið er 1 til 3% stillanlegt og er svokallað ARP kerfi þ.e. froðan ýrist i slökkvivatnið eftir vatnsmagni um dælu. Fullkomið mælaborð með öllum mælum og stýribúnaði við dælu, ljós og ljósamastur.
Nægt skápapláss

Dælan er með kælingu um tank. og dælan er úr bronzi þ.e. fullkomlega seltuvarin ef sækja þarf í sjó. Hægt er að fylla á tank beint frá opnu en dælugeta inn á tank er um 1.700 l/mín. Gangráður á dælu svo skilja má bifreiðina eftir mannlausa ef þörf krefur.



ISS Midlum 16 tonna 4x4 Á þaki er 9 eða 10 m. brunastigi, sogbarkar og fjarstýrð Akron Brass úðabyssa sem skilar 1.800 l/mín. Ljósamastur 2 x 1000 W snúan og veltanlegt og sem nær 6 til 7 m. hæð. Í skápum innréttingar fyrir slöngur, stúta, björgunartæki ofl. Motorola talstöð og nauðsynlegar tengingar fyrir síma. Hleðslutæki fyrir rafgeyma. Power 6 kW  rafall við vél en við það fæst meira skápapláss.

Viðvörunarljós eru í ökumannshúsi ef ástig eru niðri eða hurðir opnar. Ljós kvikna við opnum skápa. Eins eru viðvörunarljós og hljóð ef  ljósamastur eða úðabyssa á þaki eru uppi.

Vinnuljós eru umhverfis bifreiðina. Blá stróp ljós á þaki. Strópljós eru á hliðum, aftan og í grilli að framan. Ástig í alla skápa.

Þessi bifreið er ekki frábrugðin öðrum slökkvibifreiðum sem við höfum selt þ.e. mjög fullkomin, með öll þvi sem þörf er fyrir og byggð samkæmt nýjustu byggingarkröfum og tækni. Við fylgjumst með. Sjá frétt á heimasíðu Langanesbyggðar.

Sjá frekari upplýsingar um ISS slökkvibifreiðar á þessum undirvagni.