Loksins er hún komin slökkvibifreiðin fyrir Fjarðabyggð.

Loksins er hún komin slökkvibifreiðin fyrir Fjarðabyggð. Sú bifreið er nánast eins og bifreið Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar eða gerðin TLF 4000/200 með 4000 l. vatnstank, 200 l. froðutank og 4.000 l. Ruberg brunadælu há og lágþrýsta. Það sem er öðruvísi er að þessi bifreið er búin vökvadrifnum 20 KvA rafal með úttök í skápum og ökumannshúsi. Rafallinn er byggður inn í grindina við afturhjól en kæling er á þaki. Stýribúnaður er í fremsta skáp hægra megin.


DSC01750.JPG (590225 bytes)

Hér er hún fyrir utan skrifstofur okkar. 



DSC01732.JPG (625785 bytes)

Dæluskápurinn er hefðbundinn.



DSC01739.JPG (546592 bytes)

Hér er stjórnborð fyrir rafalinn og eins stjórnborðið fyrir ljósamastrið sem er 6 m. hátt og 2x1000W veltanlegt og snúanlegt. Kassinn fyrir ofan er með barkana fyrir miðstöðina ef veita þarf hita að slysavettvangi.



DSC01758.JPG (560969 bytes)

Hér er kveikt á rafal í ökumannshúsi. Einfalt.

 

DSC01769.JPG (565256 bytes)

Hér má sjá kælingu fyrir vökvadrif rafalsins á þakinu.


DSC01770.JPG (627033 bytes)

Hér er úðabyssa 3.200 l/mín á þaki. Lyftist upp við notkun

 

DSC01779.JPG (629414 bytes)

Hér dæla og rafall sett inn og tekið út. Segulloki.


DSC01759.JPG (593084 bytes)

Reykkarastólar í ökumannshúsi


DSC01763.JPG (555399 bytes)

Sírena og útvarp


DSC01748.JPG (596951 bytes)

Ástig fyrir miðjuskáp

 
 

Við bendum ykkur á að skoða undir flipanum slökkvibifreiðar frekari upplýsingar yfir Þessar bifreiðar sem nú eru komnar til landsins en það eru bifreiðar fyrir Ísafjarðabæ, Skagafjörð og Fjarðabyggð en þar getið þið séð teikningar m.a. af innréttingum.